Réttur


Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 23

Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 23
R É T T U R 151 Og enn var það Tímarit kaupfélaganna, sem kom mér á sporiS. Það hafði birzt í því hvatskeytisleg ádeilugrein á eitthvert félagslegt fvrirbæri, sem nefndist sameignarstefna, eða kommúnismi. Mig minnir, að þessi grein væri eftir Jón Dúason. Þá gerðist það, að Ólafur Friðriksson brást við hart og svaraði í sama riti og hélt uppi skeleggri vörn fyrir þetta félagslega fyrir- bæri. Eg hreifst af andríki Ólafs og orðfimi. Og mér fannst, að þarna hefði ég einmitt fundið hlekkinn, sem mig vantaði í hug- myndafræði mína um jöfnun lífskjaranna, eins og það myndi heita á nútíðarmáli. Sameiginleg eign manna á veraldargæðunum, hlaul að vera lokatakmarkið. Næst kynntist ég verkum og hugsanagangi frjálslyndra eða rót- tækra manna, þeir voru oft sniðugir í gagnrýni sinni, og fundvísir á snögga bletti mannlegra samfélagshátta. Hins vegar voru þeir yfirleitt fáorðir um ráð til úrbóta, enda beindust ádeilur þeirra fremur að úreltum hugsunarhætti og þröngsýni en efnahagslegu misrétti borgaranna. Það var víst þetta, sem kommúnistar kölluðu borgaralegt frjálslyndi, og fannst frekar þunnl í roði og ekki lík- legt til að greiða götu byltingarinnar. Eigi að síður urðu kynni mín af hinu svokallaða borgaralega frjálslyndi til þess að opna augu mín fyrir ýmsum misfellum mann- legs samfélags, og urðu til þess að koma mér á sporið, og beina leit minni að bættum mannfélagsháttum inn á brautir sósíalismans, fyrr en ella myndi orðið hafa. Loks áræddi ég að kynnast kommúnistum persónulega, bæði for- ingjunum og óbreyttum liðsmönnum. Og ég fann strax, við fyrstu kynni, að þetta voru allra indælustu menn, gagnstætt því, sem mér hafði þó verið tjáð af frómum og guðhræddum mönnum. Hins vegar gekk okkur hálfilla að skilja hvorir aðra fyrst í stað, líkt og menn sem tala sína mállýzkuna hvor, að maður ekki segi sitt tungu- málið hvor. Þeim fannst ég vera borgaralegur í öllum hugsanagangi, meir að segja smáborgaralegur, og það skildist mér, að væri enn þá verra. Þegar þessi kynni hófust, var ég þegar búinn að fá slíka andúð á borgarastéttinni, að mér fannst þetta vera hálfgert skammaryrði. Hinir nýju vinir mínir höfðu ýms nýstárleg orð á hraðbergi, sem ég hafði aldrei heyrt og skildi ekki. Önnur skildi ég þó, þegar í öndverðu, eins og t. d. orðiö stéttaharátta, því ég held að ég hafi verið fæddur með það í sálinni. Þó var ekki trútt um, að mér fynd- ist, sem að vinir mínir bæru þetta ágæta orð í munni sér helzt til oft, gagnstætt því sem nú á sér stað, því mér er nær að halda, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.