Réttur


Réttur - 01.09.1963, Qupperneq 71

Réttur - 01.09.1963, Qupperneq 71
H E T T U K 199 leysi fer vaxandi og lífskjörin rýrna ört. Bandarísk „aðstoö“ er eingöngu bundin við hernaðarframkvæmdir, hervæðingarútgjöld verða æ ríkari þáttur í fjárlögunum. Oþarft er að taka fram að þetta leggur hinar þyngstu hyrðar á alþýðu manna, þar sem um 90% af tekjum ríkisins eru beinir og óbeinir skattar. Ncyð vinnandi íólks. Tyrkland er landbúnaðarland, og landbúnaðurinn leggur til 70 af hundraði af þjóðartekjunum. Því böfðu Bandarikin upjrhaflega ætlað sér að breyta Tyrklandi í matvælamiðstöð fyrir NATO. I því skyni sá Marshall-aðstoðin Tyrklandi fyrir miklu magni af landbúnaðarvélum, einkum dráttarvélum. Þetta leiddi til þess að hinir stærri landeigendur auðguðust og gátu stækkað bú sín á kostnað smábænda. Afleiðingin er sú að nú ráða stórbúin fsem eru að fjölda til 14% af búunum í landinu) yfir 70% af hinu ræktanlega landi, en smá- býlin, sem eru 69% af heildarfjöldanum, ráða aðeins yfir 28%. Gósseigendurnir eiga 3 til 5 þorp og stundum allt upp í 40 þorp. En um það bil 750.000 jarðnæðislausir bændur neyðast til að vinna sem landbúnaðarverkamenn. Margar bændafjölskyldur taka á leigu landskika og greiða fyrir meirihlutann af uppskeru sinni. Astandið í húsnæðismálum og félagsmálum til sveita er ömurlegt. Samkvæmt opinberum tölum eru 90 íbúðir af hverjum hundrað óhæfar með öllu. Meira en helming íbúanna skortir nægilegt drykkj- arvatn; í 16.000 þorpum eru engir skólar; aðeins í 250 þorpum af 40.000 er rafmagn. Sjúkrahús þekkjast yfirleitt ekki í sveitum, og þar er aðeins einn læknir á hverja 4.000 íbúa. I Mið-Anatólíu búa flestir bændur í leirkofum ásamt búpeningi sínum. í austurhluta landsins er ástandið jafnvel enn verra. Bændur þeir sem sviptir hafa verið lífsbjargarmöguleikum sínum þyrpast til borganna í atvinnuleit og bætast í hinn mikla herskara atvinnuleysingja. Þessir fólksflutningar hafa verið svo miklir að fólki í borgum fjölgaði um 65% á árabilinu 1948—1959. Talið er að fjölgunin í Istanbúl einni nemi um 80.000 á ári. Afturhaldsöflin hafa sízt af öllu áhuga á umbótum í landbúnaðar- málum. Þótt stöðugt sé verið að ræða um nauðsynina á slíkum umbótum, forðast bæði stjórnin og leiðtogar stjórnmálaflokkanna að nefna undirstöðuatriðið, nauðsyn þess að bændur fái jarðnæði. Hin takmörkuðu landbúnaðarlög frá 1945 hafa ekki einu sinni verið látin koma til framkvæmda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.