Réttur


Réttur - 01.09.1963, Page 63

Réttur - 01.09.1963, Page 63
Árið 2000 Hugleiðingar þýzks og amerísks hagfræðings um hvernig efnahagsafkoma þjóðanna verður drið 2000? Frægur þýzkur hagfræðingur, Fritz Baade, hefur í bók sinni „Kapphlaupið jrarn að árinu 2000,“ reynt að gera nokkra grein fyrir framtíðarþróun mannfjöldans og efnahags þjóSa, mestmegnis á grundvelli þróunar í þessum málum ó áratuginum 1950 til 1960. Baade er forstjóri einnar helztu efnahagsrannsóknarstofnunar Vestur-Þýzkalands. Amerískur hagfræSingur leggur svo út af þess- um útreikningi hans í 7. hefti Monthly Review og skulu ýmsar hug- leiSingar hans og Baade nú kynntar: Flestir vísindamenn og vélfræSingar, sem fæSst hafa, lifa enn. Tækniframfarir síSustu kynslóSar eru því aSeins forsmekkur þess, sem kemur. ÞaS er göfugt verk aS spá um framtíSina og vér höfum ástæSu til aS hugsa hátt. Franski byltingarmaSurinn Condorcet sagSi þaS fyrir á árinu 1794 aS um 1950 myndu allar nýlendur í Ameríku, Asíu og Afríku hafa fengiS efnahagslegt og stjórnarfarslegt frelsi, öll stríS hafa veriS bönnuS og allt misrétti hvaS snertir kynferSi, auS og uppeldi hafa veriS afnumiS. (Forustumenn borgarabylting- arinnar voru bjartsýnir og stórhuga, ekki bölsýnar smásálir eins og sumir „spámenn“ borgarastéttarinnar nú á dögum). Baade rannsakar í bók sinni hver mannfjöldi jarSarinnar muni verSa áriS 2000. Hann sýnir fram á aS engin hætta sé á matarskorti eSa nokkrum skorti yfirleitt. Eigi þaS jafnt viS núverandi þróunar- lönd, þrátt fyrir gífurlega mannfjölgun þar næstu fjóra áratugi, og iSnaSarlöndin. Baade álítur tvöföldun mannkynsins fram aS árinu 2000 staS- reynd, sem ekkerl nema kjarnorkustríS geti breytt, — og þaS myndi gerbreyta allri sögu mannkynsins. Af þeim 6 milljörSum manna, sem ljfa áriS 2000, mun undir milljarS búa í „vestrænum“ ríkjum.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.