Réttur


Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 4

Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 4
MANOLIS GLEZOS, - riddari Akropolis Manolis Glezos er þjóðhetja Grikkja. Frá fornu fari hefur erfð raenningar- og frelsisbaráttu tengt Grikki og íslendinga, — tvær smáþjóðir sitt á hvorum enda Evrópu. Það er rétt að vér vitum nokkur deili á þessari hetju þeirrar þjóðar, er gaf heiminum Þem- istokles og Leonidas. Nóttina 30. til 31. inaí 1941, — fimm vikum eftir að her Hitlers hertók Aþenuborg, — læddust tveir 19 ára gamlir grískir stúdentar eftir leynigöngum upp á Akropolis. Goðsögnin segir að eftir þeim leynigöngum hafi fyrir 2400 árum skriðið sú hin heilaga slanga, tákn goðkonungsins Erechtheu, sem hofprestarnir ólu þar á hun- angsbrauði, er hún fór til sjávar, til þess að beina hug Grikkja að því að byggja flota gegn Persum. Yfir fornhelgum hofum og klettum Akropolis blakti hakakross- fáninn, blóðugt tákn ofbeldis til storkunar hinni frelsisunnandi grísku þjóð. Það voru tveir stúdentar úr verkamannahverfi Aþenu, er höfðu einsett sér að skera niður hakakrossfánann. Þeir hétu Manolis Glezos og Lakis Santos. Það var erfitt verk og djarft. Dauðinn beið þeirra, ef upp kæmist. En það tókst, eftir að þeir höfðu þrisvar sinnum klifrað upp fánastöngina sjálfa til þess að rífa fánann niður, svo lamlega var hann festur. Og þeir komust undan. Daginn eftir Ijómuðu augu Aþenuhúa, er þeir litu Akropolis irjálsa af smán hakakrossins. Fyrsta merkið til mótspyrnuhreyf- ingarinnar var gefið. Það varð ekki kunnugt fyrr en fimm árum síðar, 1945, hverjir h.öfðu unnið afrekið. Þá skrifuðu hlöðin þannig um það: Borgarablaðið „Elefteria“ ritaði: „Það var aðeitis tilviljun, sérstök heppni, sem olli því að einmitt l’lað vort gat kynnt nöfn þessara ótrúlega hlédrægu hetja. Þeir hófu með afreki sínu tímabil mótspyrnuhreyfingarinnar, og henni er það að þakka að vér lifum í frjálsu föðurlandj í dag.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.