Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 51
liETTDR
179
að styrkja aðstöðu sína eins og sjá má af því að jafnframt er reynt
að koma upp dótturfyritækjum hvers aðila um sig á sammarkaðs-
svæðinu. Heimsvaldastefnurnar tvær •— sú franska og sú vestur-
þýzka — tryggja sjálfstæði sitt og samtengjast ekki í einskonar
fransk-þýzkri yfirheimsvaldastefnu.
Þessi tvö andstæðu svið sömu þróunar hirtast á vettvangi fræði-
kenninga og stjórnmála í tvennum hugmyndum, sem skipta frönsk-
um áhugamönnum um sameiningu Evrópu. Hugmyndin um „ein-
ingu“ Evrópu eða „yfir-þjóðlega“ Evrópu, er í samræmi við þá
þróun, að fyrirtæki renni saman; hugmyndin um „bandalág Ev-
rópuríkja“ eða „Bandaríki Evrópu“, er í samræmi við síðari ein-
kenni þróunarinnar. Sami raunveruleikinn býr að baki báðum
viðhorfunum og því koma þau ekki fram sem ágreiningur; við-
íangsefnið er nú fyrst og fremst að endurmóta markaði Evrópu
og Afriku í samræmi við núverandi stig hinnar almennu auðvalds-
kreppu.
Aður beittu franskir og þýzkir auðmenn vopnavaldi til þess að
tryggja sér markaði og hráefnalindir. En andspænis vaxandi styrk
hins sósíalistíska heimskerfis um þessar mundir, gera þeir sér ljóst,
að gereyðingarstyrjöld niyndi binda endi á auðvaldsskipulagið í
Evrópu, og því keppast þeir við að endurmóta markaði án styrjald-
araðgerða. Þessi nýja uppskipting á sér stað í samræmi við ný
valdahlutföll, sem stöðugt eru að breytast.
Könnun á samfléttingu einokunarauðmagnsins í París og Bonn
leiðir í ljós, að þar er ekki um neina samræmisfulla einingu að
ræða, heldur valdabaráttu; og þegar vel er að gáð, jafnar hún
ekki andstæðurnar heldur magnar þær og vekur þá spurningu, hvor
aðilinn muni verða sigursæll.
Þróun andstæðnanna.
Sú var skoðun franskra heimsvaldasinna að olían og málmgrýtið
i Afríku myndi gera þeim kleift að öðlast forustuhlutverk í banda-
laginu við Bonn. Þeir ímynduðu sér í raun og veru að þeir gætu
kaldið þjóðum Afríku í svokölluðu „fransk-afrísku samfélagi“ undir
forustu de Gaulle og að þeir gætu brotið á bak aftur baráttu Serkja
fyrir þjóðfrelsi. En þetta „samfélag“ sundraðist, Alsír hlaut sjálf-
stæði, og afleiðingin varð þungbært áfall fyrir hinar „evrópsk-
afrísku“ hugmyndir franskra auðborgara
Verzlunarauðmagnið og námahringarnir fórnuðu nýlendueinokun
a landbúnaðarsviðinu með Evian-samningunum í því skyni að