Réttur


Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 41

Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 41
R E T T U R 169 eigendur sem launþega. AuSvitað hafa fleiri notið verðbólgunnar en þeir, en pólitíska valdið, sem gerir þessa óðaverðbólgu mögulega eru þessir verðbólgubraskarar auðmannastéttarinnar. Eigi að vera hægt að skapa festu í efnahagsþróunina á lslandi, þá er höfuðaflið til þess í fyrsta lagi verklýðshreyfingin, en í öðru lagi þau öfl innan atvinnurekendastéttar, sem bafa bagsmuni af eða skilning á nauðsyn þess að skapa festu í gjaldmiðilinn og efnahags- þróun Islands. * Þriðja atriðið er þá að athuga möguleikana á að breyta þessu innan íslenzka auðvaldskipulagsins, því sem stendur verður það ekki afnumið að óbreyttum pólitískum valdahlutföllum. Fyrsta skilyrðið til þess að stöðva óðaverðbólguna er, sem fyrr segir, eining verklýðshreyfingarinnar: 1) Samvinna innan verklýðs- samtakanna að þessu marki og 2) samstarf verklýðsflokkanna á stjórnmálasviðinu. Hagsmunir verkalýðs og allra annarra launþega, — en þeir eru 75% þjóðarinnar, — eru þeir að samtímis því að verðbólgan sé stöðvuð, séu a. m. k. gerðar eftirfarandi ráðstafanir á efnahagssvið- inu, til þess að koma í veg fyrir að stöðvun verðbólgu leiði af sér atvinnuleysi og kreppu, en tryggi varanlega kauphækkun: 1) Tryggð sé allt að 5% raunveruleg kauphækkun á ári, mest- megnis í beinni hækkun á kaupgjaldi, en ef til vill líka í þjóðfélags- legum fríðindum. 2) Komið sé á heildarstjórn á þjóðarbúskapnum, alveg sérstak- lega á fjárfestingunni, er tryggi a. m. k. 5% aukningu þjóðarfram- leiðslunnar árlega. 3) Gerðar séu ráðstafanir til skynsamlegri skipulagningar á at- vinnu- og verzlunarlífinu og réttlátari tekjuskiptingar. En hvernig horfir það mál við að finna innan atvinnurekenda- stéttarinnar öfl, er vilja vinna að því að skapa eðlilegar atvinnu- framfarir án óðaverðbólgu, miðað við auðvaldsþjóðfélag? Þar verður fyrst af öllu að athuga hvernig háttar um þróun auð- magnsins á íslandi, hvers konar auðvaldsstigi Island er á og afstöðu hinna ýmsu afla innan auðmannastéttarinnar til atvinnulegra fram- fara. Hið drottnandi auðvald á lslandi er verzlunarauðvaldið. Það slafar fyrst og fremst af pólitískum áhrifum þess. Allt frá því danskir °g íslenzkir heildsalar í lleykjavík knúðu Vilhjálm Finsen til þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.