Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 43
I{ É T T U R
171
una.“ (Bls. 129). Var það vel rökstutt. Þá var fj árfestingin þannig
að um 100 milljónir króna voru í verzluninni, en 22 milljónir króna
í fiskiskipunum.
Ekki eru til nákvæmar skýrslur um þelta ásland í dag. Nokkuð
mun ldutfaliið vera betra. En bílaumboðahallirnar við Suðurlands-
braut í Reykjavík, aukningin á útlánum til verzlunarauðvaldsins,
stóraukin vörukaupalán þess erlendis, sýnir allt í hve ríkum mæli
þjóðfélaginu enn er stjórnað með hagsmuni verzlunarauðvaldsins
fyrst og fremst fyrir augum. Helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknar 1950—56 var einkennandi fyrir hreina hags-
munastjórn verzlunarauðvalds. Og núverandi ríkisstjórn með öllu
sínu þjóðhættulega hrölti í „verzlunarfrelsi" er alveg samsvarandi.
Hún hefur bara ekki getað ráðið við síldina og nýju tæknina í veiði
hennar, sem hleypti lífi í atvinnulífið þrátt fyrir fjandsamlega stefnu
sjávarútveginum, er ætlunin var að reka.
Skilyrðið til þess að eðlileg þróun án óðaverðbólgu geti átt sér
stað á Islandi í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, er að ofurvald
verzlunarauðvaldsins sé brotið á bak aftur, en að þau öfl, sem vilja
öra þróun sjávarútvegs og iðnaðar, er fyrst og fremst byggir á full-
vinnslu íslenzks hráefnis, ráði ferðinni í hinum borgaralegu flokk-
um. Vafalaust þyrfti all róttækar aðgerðir, svo sem þjóðnýtingu
olíuverzlunar, bílaverzlunar o. fi. ef takast ætti fyrir alvöru að
beina fjármagninu til framleiðslunnar, jafnhliða því sem henni væri
að öðru leyti sköpuð góð framfaraskilyrði.
Þau stéttaöfl, sem ásamt verkalýðshreyfingunni geta tryggt stór-
stígar atvinnuframfarir án óðaverðbólgu, eru því útgerðar- og
iðnaðaröflin í atvinnurekstrinum. Hverjir gerast hinir pólitísku
íulltrúar þessara afla, fer eftir hyggjuviti og framsýni forystumanna
borgaraflokkanna á íslandi.
En eigi að hindra óða þróun verðbólgu með tilheyrandi hjaðn-
ingavígum og hættu á eyðileggingu efnahagslegs sjálfstæðis þjóðar-
innar, og tryggja hraðar atvinnuframfarir með stöðugri hækkun á
kaupmætti launa og endurbótum á lífskjörum almennings, þá þurfa
þau stéttaröfl, sem hér eru greind að ná samstarfi við verklýðshreyf-
inguna sameinaða. A því byggist friður og framfarir á Íslandi eins
og nú standa sakir.