Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 8
136
II E T T U R
únistum, 24,3% allra greiddra atkvæða og 79 þingmenn, meir en
eina milljón atkvæða.
Afturhaldið var skelfingu lostið. Það hóf þegar ofsóknir gegn
EDA. Þúsundir manna voru settar í fangabúðir. Ráðist var á skrif-
stofur samtakanna og kveikt í þeim. Verkalýðs- og samvinnufélögin
urðu fyrir samsvarandi ofsóknum og árásum. Ognarstjórn aftur-
haldsins magnaðist.
En þingflokkur EDA harðist ótrauður fyrir réttindum alþýðu
til lýðræðislegrar starfsemi. 2. des. 1958 hóf flokkurinn umræður
um þingsályktunartillögu sína um „að „tryggja frið og eðlilega,
jjólitíska þróun í landinu, en að láta ekki upphefjast réttleysi og
stjórnarskrárbrot á ný.“ Vakti tillagan mikið bergmál um land allL.
5. desember áttu umræðurnar að halda áfram í þinginu. Nokkrum
klukkutímum áður var Glezos handtekinn.
Ríkisstjórnin var í gapastokknum. Varainnanríkisráðherranum
varð á í ræðu sinni að kalla til vinstrimannanna:
„Farið þið aftur út í skógana! Sem skæruliðar eruð þið ekki
nærri eins hættulegir og hér í þinginu.“
Afturhaldið kom upp um sig. En nú greip það til vaxandi ógnar-
stjórnar. Glezos var ákærður fyrir „njósnir“ á grundvelli laga frá
iasistatímum Metaxos-ar fyrir stríð.
Enn einu sinni hófst mótmælastormur um alla Evrópu. Þorri máls-
metandi Grikkja, fjölmargir fyrrv. ráðherrar þar með, mynduðu
baráttunefnd: „réttlæti til handa Glezos“. Ur öllum löndum Evrópu
streymdu mótmælin: ítalskir þingmenn, norski verkamannaflokkur-
inn, 25 enskir þingmenn undir forustu fonnanns Labour Party,
frú Barböru Castle, Krustoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og
ótal fleiri tóku þátt í þeim. Dauðadómurinn vofði enn einu sinni
yfir Manolis Glesoz. En í réttarhöldunum var hann ákærandinn, er
afhjúpaði spillingu og ógnarstjórn gríska aflurhaldsins.
Móðir hans stóð í baráttunni með. Þessi voru þá orð hennar:
„Með sársauka í hjarta geng ég nú lil sömu fangelsanna og á her-
námsárunum. Og ég veit ekki hvort ég finn son minn dauðan eða
liíandi. Stundum verð ég eitthvað ringluð og mér finnst að höfuð
Hitlers-böðulsins hljóti að birtast í fangelsisgættinni. Og þá mæti
ög mér til skelfingar grískum varðmanni, — og ég, grísk móðir,
hafði haldið að föðurlandið myndi meta afrek sonar míns í frelsis-
haráttu þess. Ég græt þegar ég liugsa um það. Sonur minn er sá
sami. Hann her Grikkland fyrir brjósti. Hann er alltaf reiðubúinn
að fórna lífi sínu fyrir það. Því hefur hann verið tekinn fastur.