Réttur


Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 22

Réttur - 01.09.1963, Blaðsíða 22
150 R E T T U R vitund minni. Það var fátæktin. Og það var eitthvað, hið innra með mér, sem reis öndvert, gegn þessu óhugnanlega fyrirbæri. Niðurlæging fátæktarinnar nísti mig inn að hjartarótum. Hið innra með mér reis þegar á barnsaldri himinhá mótmælaalda, gegn þeirri kenningu kristins dóms, að fátæktin væri mönnunum gefin þeim til betrumbóta og að þeir myndu fá það margfaldlega bætt upp í öðru lífi, er þeir hefðu orðið að fara á mis við hérna megin grafar. Fátæktin hlaul að vera frá hinum vonda, og þar af leiðandi viðurstyggð í augum skaparans. Eg þekkti að vísu ekki andstæðu fátæktarinnar, allsnægtirnar, nema af orðspori. Þá man ég það, að þegar ég kom í fyrsta skipti í blámálaða stofu, er innihélt meðal annars sófa, kringlótt borð, kommóðu með postulínshundi, hrákadall úti í horni og glansmynd af Friðrik VIII í gylltum ramma, hangandi uppi á vegg, þá vakti þessi furðulega sýn, fyrstu byltingaölduna í brjósti mínu. Hugsun, sem ég átti engin orð til að tjá, laust eins og eldingu yfir mig. Nú myndi ég kannske geta nefnt þetta efnahagslegt ranglæti eða eitt- hvað þess háttar. En slíkur munnsöfnuður þekktist ekki norður í Hrútafirði á fyrsta tug þessarar aldar, ekki einu sinni hjá fullorðn- um, hvað þá börnum. Þegar ég fór að lesa hækur, rakst ég stundum á sögur af mönn- um, sem unnu sig upp úr fátæktinni, urðu með dugnaði, ráðdeild og sparsemi ríkir og velmetnir borgarar. En mennirnir, sem komust áfram, gátu aldrei orðið mér nein fyrirmynd eða lífshugsjón. Kannske hefur það verið af því, að ég fann mig sjálfan skorta líkamlegan og andlegan styrk, til þátttöku í kapphlaupinu um að komast áfram. Þó held ég, að hitt hafi legið sönnu nær, að mér skildist, jafnvel meðan ég var mjög ungur, að það er með öllu óliugsandi, að allir gætu komizt áfram, sem og hitt, að þeir sem komust áfram, hlutu að gera svo á kostnað hinna, sem ekki komust áfram. Ég held, að sú skoðun hafi mjög snemma fest rætur hjá mér, að það væri í raun og veru hreint ódrengskaparbragð, að komast áfram á annarra kostnað. Svo kynntist ég samvinnustefnunni af bókum, eða nánar tiltekið af Tímariti kaupfélaganna. Þá fannst mér, sem ég hefði himin höndum tekið og fundið lykilinn og lausnarorðið að því, hvernig menn gætu unnið sig upp úr skítnum, án þess að troða á bökum annarra. Þó fannst mér, sem sköpunarverkið væri ekki fullkomið, það vantaði einhvern hlekk í keðjuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.