Réttur


Réttur - 01.08.1964, Page 4

Réttur - 01.08.1964, Page 4
132 R É T T U R alveg óhjákvæmilegt fyrir íslenzkan verkalýð að fara að búast til að taka sjálfur stjórnvölinn á atvinnulífinu í sínar hendur í ríkum mæli. — Og það er satt að segja ekki líklegt eftir fyrri reynslu af þröngsýni voldugustu og harðskeyttustu atvinnurekendanna, að þeir megni að framkvæma hina óhjá- kvæmilegu endurskipulagningu íslenzks atvinnulífs öðruvísi en með tilsögn og aðhaldi íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Það þarf ekki nema líta á atvinnureksturinn í Reykjavík og grennd til þess að sjá þá óstjórn og skipulagsleysi, er víðast hvar blasir við: 1. Þegar úthlutað er lóðum til byggingar 1000 íbúða, þá er úthlutað til allt að 100 aðila. Ef úthlutað væri til eins samvinnubyggingafélags, eins og tíðkast á Norðurlöndum, mætti með útboðum og samræmdum byggingum í stórum stíl knýja fram lágt verð á íbúðum .En nú eru vildarvinir valdhafanna látnir græða 100.000—200.000 kr. á hverjum ungum hjónum og öðrum, sem íhúð reisa. — Þetta er villi- mennska og vitleysa í arðráni, sem valdhafarnir skulu tafar- laust gera sér ljóst að verður ekki þoluð. íbúðarhúsahygg- ingar eru ekki til að græða á. 2. Það eru 2500 kaupmenn, heildsalar etc. í Reykjavík. Hvað hefur atvinnulífið að gera við allan þennan fiölda? Hvers konar skattur er það á atvinnulífinu að greiða 30—40 þúsund kr. á mánuði í leigu fyrir smábúð á Laugavegi? Hvers konar vit er það að láta einkalóðirnar við Austur- stræti, Bankastræti og Laugaveg kosta 400 milljónir króna, — begar fé skortir til framleiðslu? Hvers konar þjónustu veita t. d. vefnaðarvörubúðir, þegar flugfélögum finnst rróðavegur að skipuleggja verzlunarferðir einstaklinga til Bretlands til að kaupa föt á sig, af bví úrval sé lítið í Reykja- vík, þrátt fyrir „frelsið“. en verðið því hærra? Ef atvinnu- rekendur sjá ekki að tími er tjl kominn að skipuleggja hetur

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.