Réttur


Réttur - 01.08.1964, Síða 26

Réttur - 01.08.1964, Síða 26
154 R É T T U R Ungur var ég áður, æsku lítt þó naut, minn var muni þjáður margri sorg og þraut; einskis sakna því ég þarf: allt hefur reynzt mér þrautaþungt af þeirrar tíðar arf. Engum bletti ann ég í þeim kalda dal þar sem fóstur fann ég, fátt með kostaval; endurminning ótalföld skyggir allt sem þekkti ég þar þrautasár og köld. Þar sem lá í landi lygi og undirmál, spilltur aldarandi unga villti sál, skynsemin var skoðuð blind, rannsókn öll var talin tál, trúarvilla og synd. Þar sem lá í landi lítilsvirðing á flestu’ er framgjarn andi fýsti’ að þekkja og ná, gömul venja mátti meir; bókvit látið ei er í askinn sögðu þeir.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.