Réttur


Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 56

Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 56
184 R É T T U R i rauninni ekkert annað en ihlutun um efnahagsmál þjóðarinnar. Pandarískir heimsvaldasinnar leggja kapp á að koma i veg fyrir c<5 Kongó skipuleggi framleiðslu, jafnvel á algengustu neyzluvör- um. Allt er flutt inn frá Bandaríkjunum, frá sígarettum til bifreiða. Jafnvel maís og hrísgrjón, sem óður var framleitt í Kongó, er nú sent yfir Atlantshafið.. Bandariskir einokunarhringar hafa ekki aðeins lagt undir sig markað í Kongó og troðið belgískum og brezkum keppinautum sínum uin tær; þeir seilast í náttúruauðævi landsins og leggja fram íjármagn í því skyni að ná tökum á námuiðnaðinum. Rockefeller- auðhringurinn á til að mynda verulegan hlut í Bauxicongo félag- inu og hefur lagt fram 65 milljónir dollara í Companie du Congo pour le Commerce et l’Industrie. The Bank of America, stærsti banki heims, á 20% hlutanna í Societe Congolese de Banque. Ford- félagið kom upp dótturfyrirtæki í Leopoldville 1959. En fyrri arðræningjar í Kongó hafa samt ekki gefizt upp fyrir bandarísku fjármagni. Belgía og Bretland hafa enn sem fyrr tök á auðugustu svæðunum — Katanga og Suður-Kasai — þar sem gömlu auðhringarnir halda enn áfram starfsemi sinni. Almenningur í Kongó hefur alvarlegar áhyggjur af áformunum um að þjálfa hermenn frá Kongó á vegum Atlantshafsbandalagsins. Fimm aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru að reyna að ná tök- um á her Kongó. Mobutu hershöfðingi heimsótti Bandaríkin, Kan- ada, Belgíu og Frakkland á síðasta ári og samdi um sendingu vopna og hernaðarsérfræðinga til Kongó. Þessa áætlun er nú verið að framkvæma í andstöðu við ákvarðanir allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 20. september 1960 og Oryggisráðsins frá 14. júlí 1960, þar sem bann var lagt við því, að aðrir en Sameinuðu þjóð- irnar veittu Kongó hernaðaraðstoð. Hernaðarleg afskipti Atlants- hafsbandalagsins af Kongó eru ógnun við alla Afríku. — Hvaða skoðun hafið þér á athöfnum Sameinuðu þjóðanna í Kongó? — Sameinuðu þjóðirnar hófu afskipli sín af Kongó samkvæmt ákvörðun Öryggisráðsins 14. júlí 1960. Þennan dag, þegar eftir að lýst hafði verið yfir fullveldi landsins, snerust belgískar her- sveitir gegn hinu unga lýðveldi og tóku til við að hernema Kat- angahérað undir því yfirskyni að verið væri að vernda Evrópu- fólk þar. Stjórn landsins, sem þá laut forustu Patrice Lumumba, sneri sér til Sameinuðu þjóðanna og bað um aðstoð. Kongómenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.