Réttur


Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 35

Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 35
R É T T U R 163 stuðning í baráttunni fyrir frelsi og sjálfstæði. Við gerum okkur vel ljóst að ef við hefðum ekki haft áhr.ifavald og herstyrk sósíalist- ísku ríkjanna að bakhjarli, hefðu heimsvaldasinnar Bretlands og Bandaríkjanna þegar drekkt byltingu okkar í blóði. Við treystum því að við munum fá enn frekari aðstoð frá sósíalistísku ríkjunum til þess að koma á nýju þjóðfélagi. Að því er varðar „aðstoð“ frá heimsvaldaríkjunum, og ekki sízt Iiretlandi, höfum við fengið nægju okkar af hennl í langvinnri ný- lenduþrælkun, og höfum því ekki mikla trú á einlægninni. Við mun- um þiggja þá eina aðstoð sem ekki er bundin neinum skilyrðum. Frumstætt efnahagskerfi, fátækt og næringarskortur var arfleifð sú sem brezku nýlenduberrarnir eftirlétu nýja lýðveldinu okkar. Eitt brýnasta verkefnið er að þróa landbúnaðinn og binda endi á einhliða einkenni hans, jafnframt því sem komið verði upp þjóðlegum iðn- aði. í viðbót við helztu framleiðsluvörur okkar — negul og kókó- baunir — ætlum við að rækta maís, hrísgrjón og aðrar tegundir á landi því sem áður heyrði lénsherrunum til. Annað mikilvægt verkefni fyrir þjóð okkar er að vinna bug á innanlandsdeilum og kynþáttaríg sem brezku nýlenduherrarnir gróðursettu í landi okkar. í samræmi við þá alkunnu stefnu sína að deila og drottna mögnuðu brezku nýlenduherrarnir kynþáttaríg og innanlandsdeilur til þess að beina athygli almennings frá aðaland- stæðing.i sínum — heimsvaldastefnunni. Því var það eitt af fyrstu verkum byltingarstjórnarinnar að banna kynþáttaklúbbana á eynni, þar á meðal þá brezku. Sú ráðstöfun mun styrkja einingu þjóðar okkar. En hún nægir ekki. Miklu máli skiptir að auka menntun og stjórnmálaskilning almennings. Utvarp og blöð láta þegar vel að sér kveða á því sviði. Þess ber einnig að minnast að nú þegar alþýðustjórnin er að framkvæma stefnuskrá sem er í samræmi við lífshagsmuni alls almennings er jafnframt verið að uppræta ástæðurnar fyrir kynþáttaríg og innanlandsdeilum. Það sem einkennir Zanzibar um þessar mundir er eining þjóðar- innar undir forustu Afro-Shirazi bandalagsins, sem er nú eini stjórn- málaflokkurinn á eynni eftir sameiningu flokkanna Afro-Shirazi og Umma; hann fylkir landsmönnum um framkvæmd hinna brýnustu verkefna. Verklýðsfélögin sem eru mjög áhrifamikil á Zanzibar (sex af 31 meðlimi byltingarráðsins eru verklýðsfélagsformenn) hafa einn.ig sameinazt í eitt bandalag byllingarsinnaðra verklýðsfélaga. Þetta er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.