Réttur


Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 51

Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 51
R É T T U R 179 Þj óðfélagsveruleiki og skáldskapur renna saman í eitt, — veru- leikinn mótar skáldskapinn, gefur honum inntakið, reisnina, — og skáldskapurinn skírskotar aftur til einstaklinga þjóðfélagsins. Stoltið, meðvitundin um manngildi Islendinga, gagntekur jafnt skáldskapinn sem þjóðarheildina. Fátækur bóndasonurinn Auðunn vestfirzki sem höfðinginn sunnlenzki Jón Loftsson, — Halldór Snorrason sem Einar Þveræingur, — Skarphéðinn sem Gísli Súrs- son, — allir bera hinu sama vitni: frelsisarfi hins forna ættarsam- félags, sem verið er að verja gegn allri Evrópu. Og þegar þetta þjóðfélag að lokum, innbyrðis klofið í stéttir, heyr sína síðustu örlagaríku baráttu fyrir þjóðfrelsinu, magnar Snorri Sturluson og aðrir en óþekktir listamenn þjóðina í krafti þessa arfs til síðustu mótspyrnuhreyfingarinnar með persónulega mótaðri, einstæðri bókmenntalist sinni. Það má ekki gleymast að arfurinn, sem þessir menn byggja á, — arfur hins frjálsa ættasamfélags, — hefur reynzt einhver stórfeng- legasti aflgjafi heimsbókmenntanna. Hómerskviðurnar og grísku goðsagnirnar eru afsprengi gríska ættasamfélagsins, — og leggja til reisnina í hin sígildu leikrit grísku meistaranna, — og allt er þetta andlegur aflvaki Grikkja í frelsisstríðinu við Persa — hið volduga stórveldi heimsins. A sama hátt er þorri sagna Garnla Testamentis- ins afsprengi ættasamfélags Gyðinga, þegar þeir heyja baráttuna fyrir frelsi síns forna ættasamfélags, þar sem „dómararnir“ hafa stöðu lögsögumanna vorra — gegn einvalds-konungsrikjum ná- grannanna. — Og allt tímabil stéttaþjóðfélagsins í mannkynssög- unni geta stórveldi stéttaþjóðfélaganna ekki stært sig af stoltari list- sköpun en þeirri sem smáþjóðir Gyðinga, Grikkja og Islendinga skópu á síðasta stigi ættasamfélags og í upphafi stéttaþjóðfélags og áður en ríkisvald yfirstétta endanlega bugaði þær þjóðir og beygði um aldaraðir. Georg Lukács, hinn heimsfrægi ungverski bókmenntafræðingur segir í riti sínu „Der historische Roman“ („Sögulega skáldsagan“), þegar hann er að ræða skáldsögur Walter Scotts frá ættasamfélags- stigi Skota: „Það var Walter Scotl, sem vakti þetta þjóðfélagsskeið til nýs lífs, með því að gera daglegt líf ættflokkanna lifandi fyrir hugskolssjónum vorum, og sýna út frá þessum raunhæfa grunni í sköpunarverki sínu hvorttveggja í senn: hina óvenjulegu mannlegu reisn þessa frumstæða þjóðfélags, þá reisn sem mannkynið aldrei síðan hefur náð, og óhjákvæmileika hins sorglega falls þess.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.