Réttur


Réttur - 01.08.1964, Side 57

Réttur - 01.08.1964, Side 57
R É T T U R 185 ímynduðu sér að afskipti þessarrar alþjóðastofnunar myndu þegar tryggja frið. Komu „bláhjálmanna“ var fagnað innilega af alþýðu manna. En traust okkar á Sameinuðu þjóðunum þvarr eftir að Lumumba var myrtur af öflum sem tengd voru Bandaríkjunum. Og síðar höfum við sannreynt það oftar en einu sinni, að sú deild Sameinuðu þjóðanna, sem annazt hefur aðgerðirnar í Kongó og þeir yfirmenn, sem dvalizt hafa í Kongó, hafa ekki starfað í þágu þióðar okkar og allsherjar friðar, heldur orðið hlífiskjöldur fyrir handaríska íhlutun í Kongó. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna beitir sífellt áhrifum sínum ti! þess að hafa áhrif á starfslið Sameinuðu þjóðanna í sína þágu. Því hafa réttar ákvarðanir þeirrar stofnunar orðið pappírsgögn. Þegar Dag Hammarskjöld, fyrrverandi framkvæmdastjóri, reyndi að koma í veg fyrir aðskilnað Katanga frá Kongó, tókst heimsvalda- sinnum að svipta hann lífi með aðferðum, sem enn eru hjúpaðar leynd. Hin gerræðislega framkoma Bandarikjanna birtist glöggt af j>ví, hvernig efnahagsaðstoðin er framkvæmd. I skjóli hennar auka auðhringar Bandaríkjanna áhrif sín. 1 stað dráttarvéla, sem Kongó ])arf á að halda, eru landinu sendir dýrir bílar og aðrar lúxus- vörur, sem notaðar eru til að múta valdhöfunum. Sömu valdhafar hremma fjárhagsaðstoð þá, sem Kongó er veitt, og síðan streymir hún aftur í bankana í Evrópu og Ameríku. — Hvernig er samheldni Kongó háltað um þessar mundir og hversu sterk eru skilnaðaröflin? — Eins og kunnugt er, þá lifa í Kongó margir kynþættir, sem tala mismunandi tungumál. Mismunurinn á kynþáttunum er hins vegar menningarlegs eðlis frekar en efnahagslegur og stjórnmála- legur. Hver kynþáttur um sig vill halda tungu sinni, siðum og venjum, en allir íbúarnir telja sig fyrst og fremst Kongómenn. Þetta bræðralag er trygging fyrir samheldni Kongó. Skilnaðarstefnan er tilbúin afleiðing af mótsetningum heims- valdasinna í Kongó. Þessar andstæður komu skýrast í ljós í átök- unum um aðskilnað Katanga. Arið 1960 beiltu belgískir og brezkir hluthafar í Union Miniere sér fyrir aðskilnaði Katanga, vegna þess að þeir óttuðust framfarastefnu Lumumba og félaga hans, og vildu stofna sérstakt Katanga-ríki undir forustu leppsins Tsjombe. Banda- ríkin litu einnig á Tsjombe sem „sterkan mann“, sem gæti komið í veg fyrir áhrif kommúnismans i Kongó. En vöxtur Union Miniere

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.