Réttur


Réttur - 01.08.1964, Page 55

Réttur - 01.08.1964, Page 55
R É T T U R 133 í Kongó er stöðug stjórnmálakreppa. Stjórn Adoula hefur ekki nægan meirihluta á þingi til að styðja stefnu sína, og hún væri fallin fyrir löngu, ef hún hefði ekki gripið til jafn ólýðræðslegra aðferða og að leysa upp þingið og beita hervaldi og tilskipunum i stað laga. Yfirvöldin svara kröfu almennings um frjálsar kosn- ingar með ofbeldi og fjöldahandtökum; þau hafa jafnvel látið skjóta á friðsamlegar kröfugöngur. Efnahagsástandið liefur versnað. Undirróður og bein íhlutun heimsvaldasinna leiddi til aðskilnaðar Katanga og Suður-Kasai, auðugustu héraðanna í Kongó. Miðstjórn landsins var svipt skatta- tekjum frá námufélögunum, en þar munar mest um Union Miniere du Haut Katanga. Átökin trufluðu efnahagslíf landsins, ollu stöðv- L'n margra fyrirtækja svo að af hlauzt atvinnuleysi og hungur. Jafnvel nú, eftir að formleg eining hefur verið tryggð, hefur ástand- ið ekki breytzt svo neinu nema. Tekjur námufélaganna renna til Briissel en ekki Leopoldville, þar sem meginhluti hlutabréfanna er í höndum Belga en ekki Kongóstjórnar. Krafan um að Kongó fái hluta af eignum Belga hefur ekki enn náð fram að ganga, en hún var borin fram skömmu eftir að landið fékk fullveldi. Og á meðan heldur arðránið áfram óheft. Framleiðsla á járni, kopar og öðrum málmum hefur aukizt verulega, en arðurinn rennur til Evrópu og Ameríku, meðan íbúar Kongó lifa við sult og seyru. Astandið er þeim mun alvarlegra sem heimsvaldasinnar hafa gert allt, sem í þeirra valdi stendur, til að grafa undan gjaldmiðli Kongó með þeim árangri, að nú á Kongó engar gjaldeyrisbirgðir til við- skipta á heimsmarkaðnum. Stjórnin getur hvorki keypt meyzluvör- ur, vélar né framleiðslutæki. Vélar og ökutæki eru ónothæf vegna skorts á varahlutum. Samgönguöngþveiti torveldar flutning á vör- um og matvælum til fjarlægari héraða. — Hvernig birtist nýlendustefna okkar tíma í Kongó? — A mjög ódulbúinn hátt; nýlenduherrarnir, sem voru rekn- ir út um aðaldyrnar, hafa í staðinn skriðið inn um gluggana, eftir að hafa yfirbugað sanna forustumenn þjóðarinnar og tryggt lepp- um sínum völd í staðinn. Nýlendustefna okkar tíma er fyrst og íremst framkvæmd þannig að nýlendulierrarnir beita fyrir sig vald- höfum, sein hafa gengið í þjónustu heimsvaldasinna. Bandarískt fjármagn verður stöðugt umsvifameira í Kongó og hefur áhrif á allt efnahagskerfið. Eftir að heimsvaldasinnar eru húnir að lama hið innlenda efnahagskerfi, leggja þeir nú fram „aðstoð“, sem er

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.