Réttur


Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 59

Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 59
R É T T U R 187 þróun. Gegn þeim standa hægrimenn, sem telja verður óþjóðlega, þar sem þeir hafa fyrst og fremst hug á því að reka erindi Banda- ríkjamanna og Belga. Stefna þeirra mótast ekki af skoðunum held- ur dollurum. Þessi öfl eru einnig í hverfandi minnihluta. Þau njóta lítils stuðnings almennings en styðjast fyrst og fremst við erlent fjármagn. I nánum tengslum við þessa afturhaldssömu borgara eru kaþólsku klerkarnir. Vatíkanið hefur sent heilan herskara af trúboðum til Kongó. Löngu áður en fullveldi vannst, löngu áður en nokkra kennara, lækna og byggingameistara var að finna í Kongó, komu þessir hempuklæddu erindrekar til lands okkar til þess að festa kaþólskuna í sessi með illu og góðu. Nú er kaþólska kirkjan sterk og vel skipulögð. Klerkarnir einbeita sér opinskátt að afturhalds- sömum andkommúnistaáróðri. — Við hvaða öfl styðst þjóðfrelsishreyfingin? — Hin byltingarsinnaða þjóðfrelsishreyfing fær fyrst og fremst rtuðning frá bændum. Sveitaalþýðan er engum háð með vinnu sína. Bændurnir lifa á því að rækta jörðina, og ef ríkisstjórnin gerir þeim ekki kleift að lifa af vinnu sinni, styðja þeir ekki slíka ríkisstjórn. En þótt hin róttækari stjórnmálaöfl styðjist nú fyrst og fremst við hændur, er þeim vel ljóst, hverju hlutverki verka- lýður borganna verður að gegna í þjóðlegri byllingu samkvæmt sögulegu hlutverki sínu. I Kongó er svo ástatt, að iðnaðarverka- menn eru ekki nægilega vel skipulagðir til að takast alvarlega á við afturhaldsöflin. Atvinnuleysið er ógnarlegt, og þeir fáu, sem hafa fasta vinnu, eru hræddir um að missa hana. Auk þess lála for- ustumenn verklýðsfélaganna nýlenduherrana oft stjórna sér, en þeir leggja auðvitað kapp á að koma í veg fyrir einingu verklýðs- stéttarinnar og stéttarvitund verkafólks. En barátta róttækra verk- iýðsfélaga og ekki sízt fræðslustarf þeirra hefur mikið gildi. — Hvað sérkennir helzt hugsjónaátökin í Kongó? — Framfarasinnaðar hugmyndir eiga við erfiðleika að etja í Ffongó. Allt áróðurskerfið er í höndum heimsvaldasinna og erind- reka þeirra. Þetta á ekki einungis við um blöðin, heldur og út- varpið, sem er áhrifaríkasta áróðurstækið í Kongó, þar sem meiri- hluti í búanna er ólæs. Framfarasinnaðir flokkar og samtök hafa ekki efni á að halda uppi sjálfstæðum áróðri og fræðslustarfsemi. Þótt við höfum að nafninu til málfrelsi og ritfrelsi, geta engin samtök keypt sér svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.