Réttur


Réttur - 01.08.1964, Qupperneq 21

Réttur - 01.08.1964, Qupperneq 21
R É T T U R 149 En verkalýður Ítalíu stóð ótrauður saman undir forystu Komm- únistaflokksins í þeim hörðu átökum, sem nú hófust. Og það var hvað eftir annað gripið til harðvítugra aðgerða og ólýðræðislegra, til þess að reyna að brjóta Konunúnistaflokkinn á bak aftur. 14. júlí 1948 var framin morðtilraun við Togliatti. Æsingar aftur- lialdsblaðanna höfðu verið taumlausar dögum saman og nú skaut ungur Sikileyjarbúi fjórum skotum á Togliatti, er hann kom út úr þingsalnum í Róm, ásamt konu sinni, Nilde Jotti, sem einnig var þingmaður. Togliatti hneig niÖur, missti þó aðeins stutta stund meðvitundina, og síðan var hann lagður á skurðarborðið, til þess að ná kúlunum. Fyrir skurðinn bað liann félaga sína varðveita skýra hugsun og eftir skurðinn var fyrsta orð hans háðið' til til- ræðismannsins: „Hvílíkur aumingi! Skjóta mig fjórum skotmn og geta ekki drepið mig!‘‘ Togliatti barðist við dauðann nokkra daga á eftir, tvísýnni baráttu, — en sigurinn vannst. A sömu stundu og fregnin um morðtilraunina barst út um Ítalíu, hófust sjálfkrafa verkföll um allt landið. Strætisvagnar og járn- hrautir stöðvuðust þar sem þær voru. Verkamenn streymdu út úr verksmiðj unum í voldugar kröfugöngur. Italía — rík af fjölda- fundum og mótmælum — hafði aldrei séð annaö eins. 011 vinna hætti, allar búðir voru lokaðar. Allur verkalýður, allt starfsfólk, — j árnbrautamenn, póstþjónar, símastarfsfólk, kaupmenn, hand- verksmenn, -— allir stóðu saman. Það var fyrsta allsherjarverkfall Ítalíu sem sameinaði allt fólkið. Atburðir þessara daga sýndu ást ítalskrar alþýðu á Togliatti og flokknum, sem hann veitti forustu. Og flokkurinn gætti þess vel sem Togliatti sagði við hann á skurðarboröinu: að varðveita skýra hugsun, ná stjórn á þessari voldugu sjálfkrafa hreyfingu hins reiða fólks og hindra að því verði ögrað til óhappaverka, er notuð yrðu til ofsókna og banns. Út um ailan heim var samúðin mikil. Og jafnvel borgarablöð eins og „Times“ í Lundúnum vöruðu ítölsku afturhaldsstjórnina við. Það væri komið nóg af morðum á verkamönnum á Italíu. (M. a. voru 14 verkamenn skotnir 1. maí 1947 í Sikiley). Þessi síðasta morðtilraun krefðist fullkominnar rannsóknar. „Það verður að frelsa Ítalíu frá þeirri hættu að fasisminn komist þar á aftur og fasistaaðferðirnar verða að hætta,“ — reit „T,imes“. 22. september gat Togliatti aftur mætt á miðstjórnarfundi flokks-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.