Réttur


Réttur - 01.08.1964, Síða 12

Réttur - 01.08.1964, Síða 12
140 R É T T U R hvort nokkurs staðar hefði ýfst skör á torfu, og oftast tók hann svo poka og reipisenda og lahbaði í myrkrinu upp í mógrafir að sækja i eldinn, en flestir urðu að hera móinn sinn heim. Og svo þegar loks- ins var komið inn í baðstofuna, fann hann til þeirrar hvíldar sem öryggiskenndin veitir, að vita sig tryggan með hey og eldivið og börnin settust hjá honum að heyra hann segja frá og að hlú dálílið að honum. Móðir mín hugsaði um allt utanhúss og innan. Hún sótti vatnið í lækinn, sem rann úr mýrinni fyrir sunnan túnið og hún sá um fjósið og gætti kindanna og hún hélt bænum hreinum og reyndi að eiga alltaf svolítið hrauð ef gesti bar að garði, að hafa með kaffinu. Stundum sló hún á sig sjalinu sínu og labbaði ofan á eyri að verzla og þá var alltaf mikil tilhlökkun að sjá hvað hún kæmi með. Alll var þetta mikil vinna, en þó átti hún afgangsstundir til að sinna börnunum sínum, segja þeim sögur og kenna þeim ljóð og lög og á kvöldin sagði hún okkur frá frelsaranum, sem var sérstakur verndari barnanna, svo enginn þurfti að óttast inyrkrið og kom það sér mjög vel, því eftir að dimmdi var alls staðar myrkur, úti og inni, nema rétt í baðstofunni. Þá voru engin rafljós og olían dýr vara. Svo var það einn daginn snemma í október að faðir minn kom heim úr vinnunni, fárveikur af lungnabólgu. Það náðist strax til læknis og legan var ekki mjög löng, enda kallaði vinnan og liaust- annirnar á skjótan hata. Hann fór því í vinnuna sem þá var við lýsis- katlana eins fljótt og mögulegt var, en það stóð aðeins nokkra daga. Þá veiktist hann aftur, hafði slegið niður og var það kölluð brjóst- veiki, og hann var rúmfastur fram á útmánuði. Um þetta leyti var fé komið af afréttum og sláturtíð hafin. Löinbin í Hamarkoti, sem voru milli 10 og 20, voru pantsett einum kaup- manni og lét hann sækja þau og slátra. Sjálíur tók hann kjöt og gærur, en móðir mín fékk slátrið, og har hún það heim neðan af eyri og þann kornmat, sem hún gat fengið út á afganginn frá skuld- inni, bar hún líka heim. Síðan tóku við vökur að koma slátrinu í mat, og nú varð hún líka að sækja móinn upp í grafir, auk alls annars sem faðir minn hafði af henni létt. Og því voru þessir haust- dagar henni ærið erfiðir. En hauslið leið og veturinn kom með frost og snjóa, svo dagarnir hurfu næstum inn í nóttina. I baðstofunni í Hamarkoti lá faðir minn og harðist við brjóstveikina, hann reyndi að halda á prjónum cg grípa í öll smáverk sem unnin urðu á sænginni, en hann þoldi

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.