Réttur


Réttur - 01.08.1964, Síða 9

Réttur - 01.08.1964, Síða 9
U E T T U R 137 vart því var vinnandi maöur furðu réttlítill. í liópi betri borgara voru fyrst og fremst kaupmennirnir, faktorar og vertinn, sálusorgar- inn og aðrir embættismenn og réði Jjetta fólk yfir lífsafkomu alþýð- unnar, veraldlegri og andlegri. Kaupmenn sáu um að reyta af fólki hvern eyri fyrir oft svikna og rándýra vöru. Presturinn benti mönnum á annað líf og var Jjar um tvo staði að velja. Sjálfir nulu þeir lystisemda hérvistarinnar. I Hamarkoti var hérvistin jjess eðlis, að þangað bárust engar lystisemdir af sjálfu sér. Aftur á móti var reynt að gera lífdagana móttækilega fyrir alla þá birlu sem til varð náð og glaðst yfir litlu. Þar var þurrabúðin einna erfiðust, því mjólk, sem betri borgarar drukku sér til ofeldis, var munaðarvara sem mæld var í matskeiðum lijá fátæku fólki. En sumarið 1906 átti nokkra sérstöðu meðal sumra i Hamar- koti, sem stafaði af því að nú var verið að ala þar upp rauðskjöldótta kvígu, sem átti að bera sínum fyrsta kálfi á jólaföstu og það yrði enginn smáviðburður á mjólkurlausu barnaheimili. Þessi skjöldótta kvíga, sem síðar varð með beztu mjólkurkúm, hafði alizt jDarna upp

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.