Réttur


Réttur - 01.08.1964, Side 17

Réttur - 01.08.1964, Side 17
PALMIRO TOGLIATTI ÆVIMINNING ÞaÖ er skammt stórra Högga í milli. Hver foringinn hnígur nú til moldar á fætur öðrum í verklýðshreyfingu auðvaldsheimsins, ein- mitt úr röðum þeirra, er forustuna hafa haft frá því í lokum fyrri heimsstyrjaldar, — menn þeirrar kynslóðar, er lifað hefur tvö heimsstríð og ógnir fasismans. Og stærsta höggið féll, er Palmiro Togliatti hneig í valinn, mesti og bezti foringinn í verklýðshreyf- ingu auðvaldsheimsins frá því Georgi Dimitroff leið. Palmiro Togliatti var fæddur í Genua á Italíu 25. marz 1893. Faðir hans var starfsmaður hins opinbera, fyrst í Genua og síðan í Sardíníu. Móðirin liafði verið kennslukona. Bæði voru foreldri lians fátæk. En þau gerðu allt, sem þau gátu lil að afla börnum sín- um menntunar. 18 ára gamall fékk Togliatti námsstyrk, er gerði honum kleift að nema lög við háskólann í Torino. Tók hann þar próf í lögum. Þar bar saman fundum þeirra manna, er síðar urðu forystumenn Kommúnistaflokks Ítalíu. Togliatti kynntist þar öðrum ungum stúdent, Antonio Gramsci, og gengu þeir báðir í Sósíalistaflokkinn. Torino var þá að verða miðstöð iðnaðarins á Ítalíu, þar sem m. a. hinar risavöxnu bifreiðaverksmiðjur skópu tæknilegan grund- völl verklýðshreyfingarinnar á Ítalíu. 1915 hafði Togliatti gengið í Sósíalistaflokkinn, en Gramscá varð síðar ritari flokksdeildarinnar í Torino. Reynslan af stríðinu og rússneska byltingin jók í sífellu á róttækni ítalsks verkalýðs.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.