Réttur


Réttur - 01.08.1964, Síða 44

Réttur - 01.08.1964, Síða 44
172 R É T T 0 R takmark þeirra sé að koma á hjá sér sósíalisma. 1919 voru íbúar nýlendna og hálfgerðra nýlendna 1230 milljónir eða 69,2% af mannkyninu og viðkomandi landsvæði 104 milljónir ferkílómetra eða 77%af jörðinni. 1 órsbyrjun 1964 voru íbúar nýlendna og hálf- nýlendna 40 milljónir að tölu eða 1,3% af íbúatölu jarðar og land- svæðið 6,9 millj. ferkm. eða 5,2% af jörðinni. Imperialisminn hefur því eftir síðara heimsstríðið misst hin beinu yfirráð sín yfir tveinr milljörðum manna eða tveim þriðju hlutum mannkynsins. Til að byrja með flosnaði nýlendukerfiö mjög hægt upp og mestmegnis urðu nýlenduþjóðirnar að afla sér stjórn- frelsis sins með vopn í hönd, en upp á síðkastið hefur hrun nýlendu- kerfisins gerzt með miklum hraða og á ýmsan hátt. Komu hér til greina vaxandi áhrif sósíalistísku landanna og önnur öfl andstæð imperialismanum. Af þeim 52 ríkjum, sem risið hafa upp sem sjálf- stæð ríki eftir stríð, fengu 37 frelsi sitt á þriðja skeiði hinnar al- mennu kreppu auðvaldsskipulagsins og flest á friösamlegan hátt. A árinu 1960 fengu 17 ríki í Afríku stjórnfrelsi. Arfur nýlcndukcrfisins Tlífskjör í ,/þróunarlöndum/,/ þ. e. fyrri nýlendum og í //þróuðum// löndum) : Árlegar meðaltekjur (í Bandaríkja- dollurum) ........................ Næring í kaloríum á dag ............. Læsir og skrifandi (í hlutfalli við íbúatölu) ........................ Tala lækna (miðað við hverja 100.000 íbúa) ............................ Meðalaldur .......................... Þróunarlönd: ÞróuS lönd: 60 800 1850 3140 13,5 98,5 8 102 35 65 í krafti stjórnfrelsis síns tekst þróunarlöndunum að koma vaxtar- hraða framleiðslunnar upp í það, sem tíðkast hjá auðvaldslöndun- um. Meðalvöxtur framleiðslunnar í nýlendunum var fyrir stríð vart yfir 1%, en nú eftir 1960 óx framleiðsla hinna nýfrjálsu ríkja um 4% á ári. En samt breikkar biliÖ milli nýfrjálsu landanna og auðvaldsland- anna, ójöfnuðurinn vex. Það er greinilegt að hin nýfrjálsu ríki geta aðeins brúað það bil með því að koma ó hjá sér sósíalisma á sem allra skemmstum tíma. Það kveður nú æ meir að því að þjóðfélags-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.