Réttur


Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 50

Réttur - 01.08.1964, Blaðsíða 50
178 R E T T U R ferðileg og andleg afrek. Hver sá andans maður, sem kennir til í stormum sinnar tíðar, og talar til samtíSar sinnar sem boSberi fram- tíðarinnar, finnur einnig það bergmál hjá fólkinu, sem magnar hann tii enn stærri verka, sem „máttkva og stækka múginn“, um leið. Svo hefur það verið um hverja mikla frelsis- eða framfarahreyfingu hjá mannkyninu — og svo er það enn. * Halldór Kiljan Laxness sagði svo frá viðtali, er hann átti við Nehru, þjóðarleiðtoga Indverja: „Hann spurði mig að því, hvernig á því stæði að smáþjóð lengst úti í Norður Atlantshafi hafi á miðöldum getað skapað einn af heimsliteratúrunum, þjóð, er hefði ekki talið Joá nema svo sem 60 þúsund íbúa. Hvaða skýring væri á því? .... Eg hef ekki enn getað svarað spurningu þessari.“ Stíllist fornbókmennta vorra er mál út af fyrir sig, sem ég mun ekki reyna að skýra. En reisn þeirra, sérstæðar stórfenglegar per- sónur þeirra, einkum íslendingasagna, og boðskapur þeirra á allt rætur sínar að rekja til sérstöðu þeirrar þjóðar og þjóðfélags, sem skapar þær. Hið sérkennilega íslenzka þjóðfélag frjálsrar bænda- stéttar, með arf stéttlauss ætlarsamfélags í hugarfari sínu, stendur í andstöðu við alla Evrópu aðals- og konungsvalds. Og Islendingar cru sér meðvitandi þessarar sérstöðu og andstöðu. Þjóðin er gegn- sýrð af þeirri tilfinningu að hún verði að varðveita þetta þjóðfélag af því það sé frjálsara og betra en mannfélag meginlandsins. Hún mótar sinn gamla arf og skapar nýtt til viðbótar, beint út úr veru- leika þjóðfélags síns, — en allt í þessum anda. í íslendingasögunum og öðrum bókmenntum hennar kristallaðist frelsisvilji hennar, þær eru sú mynd, sem hið andlega átak Jjjóðar, sem finnur sig eina í heiminum með góðan málstað, fær á sig, er hún magnar allan sköp- unarjirótt sinn til að standast í sínu helga stríði. (Á íslandi var Jretta þá fyrst og fremst spurningin um persónuleika, stolt, manngildis- tilfinningu hvers einstaklings og þarmeð þjóðarheildarinnar í lífi og list. 1 Frakklandi borgarabyllingarinnar og Rússlandi sovétbylt- ingarinnar er það hin félagslega mögnun hins nýfrjálsa manns með vopn í hönd gegn öllum heiminum, sem vinna kraftaverkin í bylt- ir.garstríðunum. Á Islandi þjóðveldisins fær hin sama siðferðilega mögnun bókmenntalega útrás). *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.