Réttur


Réttur - 01.08.1964, Qupperneq 18

Réttur - 01.08.1964, Qupperneq 18
146 R É T T U R 1919 stofnuðu þeir Gramsci og Togliatti v.ikublaðið „Ordine Nuova“. ítalski verkalýðurinn vann stórsigra í baráttunni við auðvaldið, en um leið tók auðmannastéttin að skipuleggja fasistasveitir Musso- linis. Þegar Gramsci var kallaður til forustu á alþjóðarmælikvarða á Ítalíu, tók Togliatti við af honum í Torino. A þingi Sósíalistaflokksins í Livorno í janúar 1921 var síðan sam- þvkkt inngangan í Alþjóðasamband kommúnista og nafni flokksins breytt í Kommúnistaflokkur Ítalíu. Gramsci varð aðalritari flokks- ins. Næsta ár var Togliatti kosinn í miðstjórn flokksins og árið þar á eftir ritstjóri aðalblaðs hans. Þar komst hann í hann krappan, þegar fasistasveitirnar hófu gönguna til Rómar 1922 og réðust þá inn í ritstjórn og prentsmiðju blaðsins og minnstu munaði að þeim tækist þá að drepa Togliatti. Fasism,inn brauzt til valda á Ítalíu. Hófst nú hinn erfiðasti tími í lífi ítalska Kommúnistaflokksins og Togliattis. Bönn á blöðunum og flokknum, fangelsanir, bana- tilræði og morð dundu yfir. Flokkurinn varð að starfa í banni laganna. 1926 var Gramsci fangelsaður og drepinn eftir 10 ára dýflissuvist. Togliatti tók nú við forystu flokksins og það féll í hans hlut að leiða flokkinn allt tímabil fasismans. Frá 1926 til 1944 varð hann alveg að fara huldu höfði, mestmegnis erlendis. Um allöng skeið var hann í Moskvu, en þess á milli í Sviss, Frakklandi og víðar til að stjórna hinni ólöglegu starfsemi liins bannaða flokks. 1934 til 1936 var hann stöðugt í Moskvu við undirbúning 7. heimsþings Alþjóðasambands kommúnista og framkvæmdina á samfylkingar- stefnu þess gegn fasismanum og stríðsundirbúningi hans. Það var Togliatti, sem undir nafninu Ercoli, flutti á heimsþingi því fram- söguræðuna um baráttuna gegn stríði, en Dimitroff hafði þá fram- söguna um baráttuna gegn fasismanum. Eftir að uppreisn fasistanna hófst gegn lýðræðisstjórninni á Spáni og baráttan þar komst í algleyming, fór Togliatti þangað ásamt mörgum ítölskum kommúnistum, þar á meðal Longo, sem nú hefur tekið við af Togliatti. A árunum 1936 til 1939 var Togliatti mestmegnis á Spáni í bar- áttunni þar og skall þá oft hurð nærri hælum. Hann var einn af þeim síðustu. er vfirgáfu Barcelona, þegar fasistar Francos tóku borgina studdir af fasistum Hitlers og Mussolinis. Nokkrum mán-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.