Réttur


Réttur - 01.08.1964, Page 25

Réttur - 01.08.1964, Page 25
Sjáðu bezti bróðir, býst nú svalan mín á fornar feðraslóðir fram í dal til þín, hún á að kveða kyrrð og frið inn í hjartað þreytta þitt, með þýðum munar klið. „Ber er hver að baki ef bróður á ei sér“, kvað svo kappinn spaki, kenni’ ég það á mér, vil ég hver það viti öld: þú hefur oft í fjanda flokk fyrir mig haldið skjöld. Fækka vinir várir viknir í önnur lönd. Sem fuglar fjaðrasárir fósturlands á strönd hnípum við, með hugarþrá, css hafa verið örlög þung æsku vorri frá. Helzt eru harmar þungir hjartað sem að þjá, á meðan menn eru ungir, og margt vill gleði ljá, í brjósti von, en blómi á kinn, og framtíðin sem brosmild brúð, býður faðminn sinn.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.