Réttur


Réttur - 01.11.1964, Side 1

Réttur - 01.11.1964, Side 1
RÉTTUR TÍMARIT U M ÞJÓÐFÉLAGSMÁL 4. HEFTI . 47. ÁRG. . 1964 Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritnefnd: Ásgeir Bl. Magnússon, Björn Jónsson, Gísli Ásmundsson, Magnús Kjartansson, Þór Vigfússon. Vinstri eining — verklýðseining Það er nauðsynlegt fyrir alla þá alþýðu, sem er að berj- ast fyrir rétti sínum og hagsmunum, frelsi sínu og valdi, að átta sig vel á öllum hugtökum. Það er alveg sérstaklega nauð- synlegt fyrir alla sósíalista að gera sér rétta grein fyrir hug- tökunum og hvað bak við þau býr, því hlutverk sósíalista og flokks þeirra, Sósíalistaflokksins, er að leiða verkalýðinn fram til sigurs í baráttunni og því verða þeir að skilja til fullnustu allar forsendur sigursins. Þegar rætt er um vinstra afl í íslenzkum stjórnmálum, þá er það verklýðshreyfingin, sem átt er við. Hún, — og með henni önnur launþegasamtök eins og B.S.R.B., — er aflið, stéttaraflið, sem eitt saman getur boðið auðmannastéttinni byrginn og sigrað hana að lokum. Orsakirnar til þess að verklýðshreyfingin og aðrir laun- þegar eru þetta afl eru eftirfarandi: í fyrsta lagi Iiafa laun- þegastéttirnar andstæða hagsmuni við auðmannastéttina, en sameiginlega hagsmuni innbyrðis. í öðru lagi er verkalýður- inn 50% þjóðarinnar og aðrir launþegar upp undir 25%,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.