Réttur


Réttur - 01.11.1964, Page 3

Réttur - 01.11.1964, Page 3
RETTUR 195 hélt sig þá hafa fengið slíkt húsbóndavald yfir honum, að hún meðhöndlaði hann sem slæmur húsbóndi hjú sitt forðum daga, unz hann strauk úr vistinni. Ef takast mætti að koma á róttæku samstarfi þessara tveggja sterkustu aðila verklýðshreyfingarinnar, þá yrði verklýðshreyfingin — sem hvað „faglegu“ hliðina snertir er nú næst ríkisvaldinu sterkasta valdið á Islandi, — einnig á hinum pólitíska vettvangi með skjótustum hætti það vold- uga afl, er með skynsamlegri stefnu gæti ráðið þróun þjóð- félags vors og stýrt því fram á leið til félagslegs réttlætis, heildarstjórnar á þjóðarbúskapnum og menningarlífs fyrir alla albýðu, en forsenda þess er 40—48 stunda raunveruleg vinnuvika, er tryggi mannsæmandi líf, og mánaðarorlof á ári, er verkamenn njóti sem Iivíldar. Þróun íslenzks þjóðfélags um alllangt skeið franmndan verður undir því komin, hvort þetta tekst nú, meðan Alþýðu- flokkurinn enn er annar sterkasti aðili verklýðshrevfingar- innar og á enn sterk ítök í verklýðssamtökunum, því eftir skamma stund getur það verið orðið of seint. TIL LESENDA R ÉTTA R „Réttur“ verSur nú enn einu sinni að snúa sér til sinna góðu lesenda. Það liefur ekki verið hægt að framkvæma þær góðu fyrirætlanir að koma út 6—10 heftum á ári. Hins vegar liafa þau 4 hefti, sem komið hafa út árlega nú, verið batnandi að allra áliti og dýr er Réttur ekki, þó aðeins væri um 4 hefti eða 256 síður að ræða. En það verður reynt að gera betur, en til þess þurfa skil fyrir Rétt að vera betri en hingað til. Réttur vill hérmeð eindregið mælast til þess við áskrifendur sína að hafi póstkröfur verið endursendar eða rukkun ekki framkvæmd á annan hátt, þá sendi menn árgjahlið: 100 kr. í póstávísun til: Afgreiðslu Réttar, Skólavörðustíg 19, Reykjavík. Sömuleiðis yrði því tekið með mikliim þökkum að menn reyndu að útvega nýja áskrifendur og tilkynna þá afgreiðslunni. Nýir áskrifendur geta fengið tvo síðustu árganga í kaupbæti, ef þeir óska þess. Ritstj.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.