Réttur


Réttur - 01.11.1964, Síða 4

Réttur - 01.11.1964, Síða 4
ELEANOR MARX-AVELING: KARL MARX INOKKRAR SUNDURLAUSAR MINNINGAR) [ Eleanor var yngsta dóttir Karls Marx, f. 1855, d. 1898. Hún tók mikinn þátt í brezkri og alþjóðlegri verkalýðshreyfingu, var stofnandi að Socialist League í Bretlandi 1884 og Oháða verkamannaflokknum 1893. Vann að félagsmálum fjöldahreyf- ingar ófaglærðra verkamanna í Bretlandi um 1880, ásamt Eng- els, og að skipulagsmálum verkfalls hafnarverkamanna í Lond- on 1889. Starfaði við brezk og þýzk blöð sósíalista, sá um út- gáfuna á „Value, Price and Profit“ eftir Karl Marx (1898), skrifaði endurminningar bæði um Marx og Engels. Hún giftist Edward Aveling (1852—1898), þekktum brezkum rithöfundi og sósíalista, prófessor í efnafræði og lífeðlisfræði við New College, höfundur að mörgum ritum, m. a. um marxisma og þýddi „Das Kapital" á ensku ásamt S. Moore. Þessar endurminningar um Karl Marx föður sinn, skrifaði hún fyrir austurriska sósíalista og hirtust þær á þýzku í „Öster- reichisclier Arbeiterkaler.der fur das Jahr 1885“, Briinn. ís- lenzka þýðingin er gerð eftir frumtextanum á ensku, prentaður í „Reminiscences of Marx and Engels", hls. 249—255, Moskva 19571. Vinir mínir i Austurriki biðja mig að skrifa fáeinar endurminn- ingar um föður minn. Þeir hefðu tæplega getað beðið mig um vandasamara verk. En austurrískir karlar og konur berjast svo hetju- lega fyrir þeim mólstað sem Karl Marx helgaði krafta sína og líf, að það er ekki hægt að neita þeim um þetta. Eg mun því reyna að skrá örfáar sundurlausar og slitróttar minningar um föður minn. Um Karl Marx hafa verið sagðar ótrúlega margar sögur, allt frá rnilljónum hans (auðvitað í sterlingspundum, minni mynt mótti ekki gagn gera) að styrkveitingum Rismarcks, sem hann átti að hafa heimsótt að staðaldri á dögum Alþjóðasambandsinsl!) Þeim sem þekktu Karl Marx finnst samt engin þjóðsaga fráleitari en hin marg- luggða er lýsir honum sem nöldursegg, beiskum, stíflunduðum,

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.