Réttur


Réttur - 01.11.1964, Side 17

Réttur - 01.11.1964, Side 17
Elisabeth Flynn. Æviminning Nú fellur í valinn hver á fætur öðrum af þeim foringjum verka- íýðshreyfingarinnar, sem leitt hafa alþýðuna í hinni hörðu baráttu, sem hún hefur háð á þessari öld. Ein af fremstu bardagalietjum bandarískrar verklýðshreyfingar, — Elisabeth Gurley Flynn, for- maður Kommúnistaflokks Bandaríkjanna, — andaðist 5. september 1964 í Moskvu, þar sem hún dvaldi sér til lækninga. Hún fæddist 1890 í New England. Foreldrarnir voru Irar, brenn- heitir fjandmenn brezka auðvaldsins. Hún átti því ekki langt að sækja hatrið á kúgun. G. B. Shaw var líka náskyldur henni. Og hún háði alla ævi baráttuna fyrir rétti hinna snauðu, fyrir frelsi þeirra, er fangelsaðir voru sakir stéttabaráttunnar, og unni sér aldrei hvild- ar Hún var ræðuskörungur með afbrigðum og skipuleggjandi góður. 16 ára gömul, árið 1906, hóf hún baráttuna með ræðuflutningi á verklýðsfundi og hélt þeirri baráttu áfram til dauðadags, í 58 ár. Hún gekk í gegnurn eldraun stéttabaráttunnar í Bandaríkjunum, sætti með verkalýðnum öllum þeim ofsóknum, sem yfir hann gengu. Hún var með lífi og sál í verkfallsbaráttu vefnaðarverkafólksins í Lawrence og Peterson (1912 og 1913), í verkföllum námumanna í Minnesota (1916) og þannig áfram. Og þetta voru allt hörð verk- föll, þar sem einkalögregla auðfélaganna og lögregla ríkisins hvað eftir annað drápu verkfallsmenn eða fangelsuðu og létu dómsvaldið myrða þá síðan. Elisabeth Flynn barðist með Eugene Debs, Bill Heywood og öðrum helztu foringjum bandarískrar alþýðu og seinna urðu leið- togar Kommúnistaflokks Bandaríkjanna: W.illiam Foster, Eugene Dennis og Benjamin Davis, — sem nú eru dán.ir — beztu sam- verkamenn hennar. Það var Joe Hill, — hinn heimskunni píslarvottur, einn af mörg- um, sem amerískt dómsvald myrti, — sem gaf henni nafniÖ „the rebel girl“ (uppreisnarstúlkan) í einunr söngva sinna. Hann var myrtur dómsmorði 19, nóvember 1915, aðeins 31 árs að aldr.i. Hann

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.