Réttur


Réttur - 01.11.1964, Page 21

Réttur - 01.11.1964, Page 21
P H I L I P S. F 0 N E R : Miðstöð marxiskra fræða í Bandaríkjunmn í apríl 1964 skeði sá athyglisverði atburður í menningarlífi Bandaríkja Norður-Ameríku, að stofnuð var miðstöð marxískra fræða — American fnstitute of Marxist Studies — (AIMS). Um áraskeið, og einkum eftir lok síðari heimsstyrjaldar, var þess yfirleitt enginn kostur að kynna marxískar skoðanir í Banda- ríkjunum. MacCarlhy-isminn og kalda stríðið meinuðu marxískum fræðimönnum að kynna viðhorf sín til veigamikilla vandamála l)andarísku þjóðarinnar. Loku var skotið fyrir öll helztu tengsl við almenning og jafnvel í mörgum háskólum var marxisma jafnað til „ó-ameríkanisma.“ Merkir vísindamenn forðuðust að tala um marxisma af ótta við „kommúnista“-nafnið og þá áhættu að þurfa að skrifta fyrir „galdraofsóknarnefndum“ þings og stjórnar hvers vegna þeir teldu marxismann þess virði að ræða hann. Hinn lálni, kunni ameríski félagsfræðingur, C. Wright Mills, sagði, að öll þjóðfélagsvísindi síðuslu hundrað óra hafi verið rök- ræður við Marx. En í Bandarikjunum liafi þetta öllu fremur verið eintal og árásir af hendi andmarxista. Undanfarin ár hefur þetta ástand verið að breytast, vegna ó- ánægjuöldunnar gegn McCarthy-ismanum og hjöðnunar kalda stríðs- ins. Æ fleiri vísindamenn í Bandaríkjunum -— þótt þeir séu í höf- uðatriðum ósammóla marxistunum — eru nú sammála því, sem C. Wright Mills segir í bók þeirri, er út kom að honum lótnuin, The Marxisls:* „Andlegt verðmæti hins klassíska marxisma, og marxismans yfir höfuð, er ekki aðeins sögulegt. Hann hefur bein- línis aðdráttarafl á vorum dögum. I ritum Marx er alhliða sk.il- greining á grundvallaratriðum og byggingu þjóðfélagsins, sem *) Af mörgum rituin C. Wright Mills er ástæða til að benda a t. d. þessar tvær bækur: Listen Yankee, The Revolution in Cuba, N. Y. 1960 og The Causes of World War Three, N. Y. 1958 (kom í 6. út. 1963). Þýð.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.