Réttur


Réttur - 01.11.1964, Síða 24

Réttur - 01.11.1964, Síða 24
216 R É T T U R frá Hamden, Connecticut; dr. Philip S. Foner og Howard Selsam, fræðimenn og marxistar. Eitt hundrað og fimmtíu vísinda- og fræðimenn frá Atlanta til Seattle — frá fjörutíu háskóium og úr álíka mörgum sérgreinum — hafa gerzt stofnfélagar og styrkja starfsemi AIMS. Skoðana- munur meðal þeirra er mikill, en um tvennt eru þeir allir sam- mála: að hefja vísindalegar rannsóknir á hærra stig og hverfa írá skætingi til rökræðna. Stofnunin tók til starfa 23. apríl 1964. Á stofnfundi var um- ræðuefnið „Marxisminn og lýðræðið“. Framsögumaður var pró- fessor Robert S. Cohen frá Boston. Aðrir ræðumenn: dr. Herbert Aptheker; Charles H. George, prófessor við Northern Illinois Uni- versity; prófessor Gaylord C. LeRoy, Temple University; Eslanda G. Robeson (kona Paul Robeson), mannfræðingur og lektor. Ræð- urnar munu birtasl í AIMS Monographic Series Numher One. Það væri barnalegt að halda að AIMS muni ekki verða fyrir erfiðleikum eða aðkasti frá afturhaldsöflum Bandaríkjanna. En það er ekki minnsti vafi á því, að áhrif þessarrar stofnunar munu aukast og bandarískir marxistar verða hlutgengir í þeim umræð- um, sem nú fara fram um nýsköpun mannfélagsins. ( Worhl Marxisl Ixevieiv).

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.