Réttur


Réttur - 01.11.1964, Side 39

Réttur - 01.11.1964, Side 39
R É T T U R 231 Það er óhætt að fullyrða, að sjálfstjórnarkerfið (þ. e. stjórn verkamannaráðanna) tákni tímamót í þróun byltingarinnar. Með því opnast leiðir fyrir vinnandi alþýðu til meiri þátttöku í upp- byggingu iðnaðarins og pólitísku lífi, jafnframt því sem það þreng- ir kost borgarastéttarinnar. Þessar ráðstafanir þýða einnig það, að nú er markvisst stefnt inn á braut sósíalismans, að sjálfstjórnar- kerfið muni einkenna fyrsta skeiðið, og að nauðsynlegt er og að- kallandi að breyta Þjóðfrelsisfylkingunni úr samtökum, sem börð- ust einkum fyrir sjálfstæði landsins, í samhentan, og markvissan for- ustuflokk, er berst fyrir þjóðfélagsbyllingu, sem leiðir til sósíal- isma. Sú innlenda borgarastétt, sem ætlaði sér að verða arftaki þeirrar erlendu, Idaut að þróast í gagnbyltingarsinnaða átt og verða handbendi franskra nýlendukúgara og erlends auðmagns. I hinni nýju stefnuskrá frá þingi Þjóðfrelsisfylkingarinnar í ár er lögð áherzla á, að enn sem fyrr sé heimsvaldastefnan höfuð- óvinur þjóðarinnar og er það stutt mörgum staðreyndum, einkum frá samskiptum Alsírs og Frakklands. T. d. veita Frakkar Alsír 100 milljarða franka aðstoð, en helmingurinn er bundinn því skil- yrði, að Frakkarnir ráði fjárfestingunni. Þessarri aðstoð lýkur í júní 1965. Frakkar hafa enn mikið af náttúruauðæfum landsins í sinni hendi, einkum olíu og gas, og spöruðu sér t. d. síðastliðið ár af þessum sökum 480 milljónir dollara í erlendum gjaldeyri. Þá hafa þeir sterka einokunaraðstöðu í vöruflutningum, sem gefur þeim 400 milljónir nýfranka á ári. Og þannig er margt fleira talið. Ennfremur halda þeir enn herstöðvum í Mers-El-Kébir, eldflauga- stöðvum í Regane, tilraunasvæðum í Colomb-Béchar og Hamaguir og eru með neðanjarðartilraunir kjarnorkuvopna í Ai'n-Ikker. Onnur hætta er innlenda auðmagnið, sem hefur hreiðrað um sig í landbúnaði og stórum verzlunarfyr.irtækjum. Sú hætta er að vísu ekki mikil nema af þeim sökum, að það hefur gengið í fóst- bræðralag við fjandsamleg öfl erlendis. Nýja stefnuskráin leggur áherzlu á að nauðsynlegt sé að sam- eina í einn flokk verkamenn og bændur, auka stéttarmeðvitund og efla baráttu þeirra. Af eðlilegum ástæðum hefur stéttabaráttan hingað til setið á hakanum fyrir þjóðfrelsisbaráttunni, átt litla forsögu og þroskuð stéttarmeðvilund aðeins verið til hjá litlum hlula verkalýðsins. Við slíkar aðstæður veltur mikið á því, hvern- ig þeir eru, sem veljast til forustu, og ríður oft baggamuninn. Þetta hefur sannast á Ben Bella, sem haft hefur forustu í þjóð- frelsisbaráttunni, í ríkisstjórn hins nýja lýðveldis og Þjóðfrelsis- fylkingunni. Hann hefur ráðið mestu um stefnu byltingarinnar.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.