Réttur


Réttur - 01.11.1964, Síða 41

Réttur - 01.11.1964, Síða 41
R E T T U R 233 ar síöan fyrirtækinu og stendur ábyrg gagnvart ráðinu. Hún tekur ákvarðanir um lántökur og fjárfestingar, vinnuskipulagningu og hagnað. Samfara allmiklum réttindum hvíla á henni skyldur, m. a. að halda við verðmæti „fasta kapítalsins“, þ. e. viðhald og endur- nýjun, gera nauðsynlegar ráðstafanir til framleiðsluaukningar og íiamkvæmdir til almenningsþarfa, svo sem íbúðabygg.ingar, skóla- og menningarstarfsemi, sjúkrahjálp o. s. frv. Nefndinni ber að vinna að auknum vinnuafköstum og lækkun framleiðslukostnaðar. Fyr.irtækin eru ríkiseign þrátt fyrir þetta rekstrarkerfi. Uppbygging sósíalismans hefst í Alsír áður en húið er að losa sig að fullu og öllu undan ítökum gamla nýlenduveldisins. Byltingarsinnaður forustuflokkur verkalýðsins er fyrst myndaður í hinni sósíalísku byltingu, en ekki áður. Leiðin til sósíalismans er ákveðin samkvæmt grundvallaratriðum fræðikenningar marxismans. * * Samkvæmt stjórnarskrá Alsír er sósíalisminn takmarkið, en lslam er ríkistrúarbrögð. Mörgum mun finnast mótsögn í þessu. Sósíalistar í Alsír eru á öðru máli. Þeir benda á, að marxistar megi ekki gleyma því, að stéttabaráttan er driffjöðurin í þjóðfé- lagsþróuninni, og að sú þróun fari eftir lögmálum, sem ekki eru bundin hugmyndafræðilegum skilgreiningum. Saga þeirra sýni, að byltingarvilji ákvarðist ekki af því, hvort maður er trúaður eða trúlaus. Bæði trúaðir og trúlausir geta verið byltingarmenn, og trúleysingi getur verið afturhaldsseggur. Afstaðan til stéttabarátt- unnar ræður úrslitum. Þótt íslam móti mest huga almennings í Alsír, þá hafa hinar miklu þjóðlífsumturnanir opnað augu hans fyrir sósíalísku inni- haldi byltingarinnar. Byltingarvilji alþýðunnar er ekki einangr- aður frá sósíalískri hegðun og framferði, og hann hefur mótast og eflst í lífsbaráttunni, baráttunni gegn nýlendukúgun og auð- valdi. Það eru stéttaandstæður milli Ibrahims guðfræðings — sem berst gegn sósíalisma — og landbúnaðarverkamanns, enda þótt þeir séu báð.ir Múhameðstrúar, og þessar andstæður koma fram í túlkun þeirra á trúarbrögðunum. Trúlaus kennari og borg- aralegur frímúrari eiga heldur ekki sameiginleg áhugamál, aftur á móti trúaður bóndi og trúlaus kennari. í Alsír fer byltingarstjórn með völd og hefur á stefnuskrá sinni að framkvæma hagsmunamál alþýðunnar. Það er ólíkt því sem er í Jórdaníu, Saudiarabíu eða öðrum arabiskum löndum, þar sem valdastéttin notfærir sér trúarbrögðin til að bregða fæt.i fyrir allar

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.