Réttur


Réttur - 01.11.1964, Side 44

Réttur - 01.11.1964, Side 44
236 R É T T U R ílokksins þegar hún kemur saman um miðjan september. Það er samt fastókveðið að við munum taka virkan þátt í undirbúnings- fundinum. En við efumst þó enn um að heppilegt sé að halda al- þjóðaráðstefnu, einkum þar sem nú er augljóst að ófáir eru þeir flokkar, auk hins kínverska, sem ekki munu taka þátt í henni. A undirbúningsfundinum mun okkur vafalaust gefast tækifæri til að leggja fram og skýra sjónarmið okkar, einnig vegna þess að þau varða fjölmörg vandamál sem hin alþjóðlega verklýðshreyfing og kommúnistaflokkarnir hafa við að glíma. Ég ætla að stikla hér á þessum vandamálum, m. a. til að auðvelda frekari viðræður okkar um þau, þegar tækifæri gefst til þeirra. Bezta aðferðin til að hrekja kenningar Kínverja Það hefur verið hafður annar háttur á baráttunni gegn röngum stjórnmálaviðhorfum og sundrungarstarfsemi kínverskra kommún- ista en sá sem v,ið lögðum til að hafður væri. Okkar tillögur voru þessar í meginatriðum: — að ekkert iát væri gert ó rökstuddr.i gagnrýni á grundvallar- viðhorf og stefnu Kínverja; — að haga þessum rökdeilum öðruvísi en Kínverjar gera, svo að komizt væri hjá stóryrðum og almennum fordæmingum, en fjallað um ákveðin atriði á hlutlægan og sannfærandi hátt og ævin- lega með vissri virðingu fyrir andstæðingnum; — samtímis yrðu haldnir fundir flokkahópa til gagngerðrar rann- sóknar og ljósari skilgreiningar á þeim vandamólum sem blasa við binum ýmsu þóltum okkar hreyfingar (í Vestur-Evrópu, rómönsku Ameríku, löndum „þriðja heimsins“ og varðandi tengsl þeirra við kommúnistahreyfinguna í auðvaldsríkjunum, alþýðulýðveldunum o. s. frv.). I þessu starfi ætti jafnan að liafa í huga að ástandið í öllum þessum hlutum heims hefur gerbreytzt síðan á árunum 1957 og 1960 og að óhugsandi er að við getum gert okkur rétta grein fyrir sameiginlegum viðfangsefnum hreyfingar okkar ef við vinnum ekki saman að gagngerðri rannsókn þeirra; — það væri aðeins eftir slíkan undirbúning, sem gæti tekið heilt ár eða enn lengur, að hægt myndi vera að taka til athugunar, hvort halda ætti alþjóðaráðstefnu, sem gæti þó í raun og sannleika markað tímamót í sögu hreyfingar okkar, orðið henni til eflingar á grund- velli nýrra og réttra viðhorfa. Með þessu móti hefðum við einnig getað einangrað kínversku kommúnistana betur, staðið gegn þeim

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.