Réttur


Réttur - 01.11.1964, Síða 47

Réttur - 01.11.1964, Síða 47
R É T T U R 239 eiga sér vissulega stað átök milli andstæðra afla sem við getum not- fært okkur út í æsar; en fram að þessu hefur ekki gert vart við sig meðal ráðamanna á meginlandinu nein tillmeiging til að vinna af sjálfsdáðum og einbeittni að því að draga úr viðsjám í alþjóða- málum. Allir hafa þessir ráðamenn þannig haslað sér völl á einn eða annan hátt og að meira eða minna leyti innan vébanda hinnar „endurbættu“ nýlendustefnu (neokólonialismans) í því skyni að hindra efnahagslegar og pólitískar framfarir í hinum nýfrjálsu ríkj- um Afríku. Atburðirnir í Víetnam, athurðirnir á Kýpur sýna að við kunnum allt í einu, og þó einkum ef hægriöflin fá enn meiri byr undir vængi, að standa frammi fyrir hinum erfiðasta vanda sem öll hin kommún- .istíska hreyfing, allur verkalýður og sósíalistar Evrópu og heimsins alls yrðu að láta til sín taka. Við teljum, að við verðum að haga allri afstöðu gagnvart Kín- verjum með þetta ástand í huga. Hvað svo sem líður Iiugmynda- fræðilegum ágreiningi, er eining allra sósíalistískra afla í sameigin- legum aðgerðum gegn verstu afturhaldsöflutn heimsvaldastefnunnar óumflýjanleg nauðsyn. Um slíka einingu er ekki að ræða, ef hugsan- legt er að útiloka Kína og kínverska kommúnista. Við verðum því frá þessar.i stundu að haga okkur svo að við torveldum okkur ekki leiðina að þessu marki, heldur gerum hana greiðfærari. Við eigum alls ekki að láta rökræðurnar niður falla, en við verðum að miða þær allar við að sýna fram á að eining alls hins sósíalislíska heims, vetklýðshreyfingarinnar og kommúnistaflokkanna er nauðsynleg, eins og nú horfir í heiminum, og að hægt er að koma henni á. I sambandi við fund undirbúningsnefndarinnar 15. desember eru hugsanleg einhver skref í þessa átt. Það væri þannig hægt að senda nefnd, skipaða fulltrúum nokkurra flokka, á fund kínversku félag- anna til að leggja fyrir þá tillögu okkar um einingu og samstarf í haráttunni við liinn sameiginlega óvin og leita með þeim að leiðum og aðferðum slíks samstarfs. Það verður auk þess að liafa í huga að eigi allt viðnám okkar við sjónarmiðum Kinverja að vera sam- tímis barátta fyrir einingu — eins og við álítum nauðsynlegt — þá verða allar ályktanir sem kunna að verða gerðar að mótast af þessu viðhorfi; forðast verður almenna áfellisdóma. en leggja megin- áherzlu á það sem er jákvætt og sameinar. Um þróun okkar hreyfingar Við höfum ævinlega talið að ekki væri rétt að láta bjartsýni ríkja

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.