Réttur


Réttur - 01.11.1964, Qupperneq 50

Réttur - 01.11.1964, Qupperneq 50
242 R É T T U R efnahagslegar umbætur og áætlun um efnahagsþróun sem sé í sam- ræmi við hagsmuni verkamanna og millistéttarinnar. En verklýðsfélögin geta ekki lengur, eins og nú er ástatt á vestur- löndum, háð baráttu sína einvörðungu i hverju landi fyrir sig. Bar- áttuna verður einnig að heyja á fleiri þjóða vettvangi, með sameig- inlegum kröfum og aðgerðum. Og hér er ein alvarlegasta veilan í hreyfingu okkar. Hin alþjóðlegu verklýðssamtök okkar (WFTU) láta sér nægja almenna áróðursstarfsemi. Allt til þessarar stundar hafa þau ekki tekið neitt frumkvæði til einingarbaráttu gegn pólitík hinna stóru auðhringa. Fram að þessu hefur einnig vantað öll frum- kvæði af okkar hálfu til samstarfs við hin alþjóðasamtök verklýðs- ins. Þetta eru alvarleg mistök vegna þess að í þessum samtökum heyrast þegar raddir sem gagnrýna og hvetja til andstöðu gegn fyrirætlunum og aðgerðum auðhringavaldsins. En það eru margir aðrir vettvangar en þessir þar sem við eigum og getum beitt okkur af meiri dirfsku, með því að segja skilið við gamlar formúlur, sem hvergi eiga heima í raunveruleika dagsins í dag. Innan hins kaþólska heims og meðal hins kaþólska almúga átti sér stað greinileg hreyfing til vinstri á dögum Jóhannesar páfa. Nú er kaþólskan aftur beggja bils, henni hefur þokað til hægri. Enn eru hins vegar við lýði undir niðri skilyrði fyrir hreyfingu til vinstri sem við eigum að skilja og ýta undir. í þessu skyni er hinn gamli guðleysisáróður gersamlega óhæfur. Við verðum að taka öðrum tökum en áður sjálft vandamál trúar- vitundarinnar, eðli hennar og rætur í fjöldanum, ef við ætlum okk- ur að eiga aðgang að hinni kaþólsku alþýðu og viljum að hún skilji okkur. Gerum við það ekki, verður hin „útrétta hönd“ okkar til kaþólskra túlkuð sem einber hentisemi, ef þá ekki sem hræsni. Kommúnistum standa einnig opnar dyr á sviði menningar (bók- mennta, lista, vísindarannsókna o. s. frv.) I auðvaldsheiminum skap- ast nefnilega skilyrði, sem leiða af sér að kostur menntamanna þrengist og vegið er að frelsi þeirra. Það erum við, sem eigum að vera forsvarsmenn frelsisins í menntalífinu, frjálsrar listsköpunar og vísindaframfara. Til þess að svo geti orðið megum við ekki setja okkur og hugmyndir okkar á háan hest gagnvart öðrum v.iðhorfum og menningarstraumum; heldur hefja viðræður við fulltrúa þeirra og leitast á þann hátt við að dýpka og auka skilning á hinum menn- ingarlegu viðfangsefnum, eins og þau blasa við í dag. Því fer fjarri að allir þeir, sem eiga ekki samleið með okkur á hinum ýmsu braut- um menningarinnar í heimspeki, sagnfræði og félagsvísindum, séu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.