Réttur


Réttur - 01.11.1964, Qupperneq 54

Réttur - 01.11.1964, Qupperneq 54
246 R É T T U B og hvernig þær taka smám saman breytingum, á þeirri aðferð, sem höfð hefur verið og þeim örðugleikum, sem orðið hafa á þvi að samhæfa efnahag hinna ýmsu landa, og þar fram eftir götunum. Það hefur þannig stundum skapazt ástand, sem mönnum hefur verið ofviða að skilja. Stundum virðist sem komið hafi upp ágrein- ingur milli ráðamanna, en þá ekki auðvelt að gera sér grein fyrir, hvort svo sé í raun og veru, og hver sé þá ágreiningurinn. Það gæti ef til vill verið gagnlegt að upp kæmu við og við í sósíalistísku löndunum deilur fyrir opnum tjöldum um mál dagsins, sem ráða- mennirnir tækju einnig þátt í. Það myndi vissulega verða til að auka áhrifavald og álit hins sósíalistíska þjóðfélags í sjálfu sér. Þess er ekki að dyljast, að gagnrýnin á Stalín hefur skilið eftir alldjúp spor. Einna alvarlegast er í því sambandi, að mönnum, einnig þeim sem standa okkur nærri, hættir til að taka af tortryggni fréttum af nýjum efnahagslegum eða pólitískum ávinningum. Auk þess verður að álíta að enn hafi ekki verið ráðinn sá vandi, hver voru upptök Stalíndýrkunarinnar og hvernig hún gat komið upp. Það er ekki hægt að fallast á þá skýr.ingu að allt hafi það stafað af persónulegum göllum Stalíns. Reynt er að grafast fyrir um hver liafi getað verið þau pólitísku mistök, sem áttu sinn þátt í upp- hafi dýrkunarinnar. Um þetta fjalla sagnfræðingar og reyndir íor- vígismenn flokksins. Við letjum þá ekki, vegna þess að þetta leiðir af sér dýpri skilning á sögu byltingarinnar og erfiðleikum hennar. En við ráðleggjum þeim að vera varfærnir í dómum og að fylgjast með því, sem birt er og þeim rannsóknum, sem gerðar eru í Sov- étríkjunum. En vandamálið, sem okkur varðar mestu í dag, þegar Sovét- ríkin og önnur lönd sósíalismans eiga í hlul, er hvernig sigrazt verður á því stjórnarfari réttindaskerðingar og afnáms á lýðfrelsi og almennum mannréttindum, sem Stalín kom á. Það er ekki sömu sögu að segja frá öllum sósíaiistísku ríkjunum. Þegar á heildina er litið fær maður hugboð um seinagang og viðnám gegn afturhvarfi til hinnar lenínsku aðferðar, sem tryggir mönnum skoðanafrelsi bæði innan flokksins og utan, ekki aðeins á sviði menningar og lista, heldur einnig um stjórnmál. Við eigum erfitt með að skilja þennan seinagang og þetta viðnám, einkum eins og nú horfir, þeg- ar ekki er lengur um að ræða umsát auðvaldsríkjanna og hinir stórfenglegustu sigrar haía unnizt í uppbyggingu efnahagslífsins. Okkur er það grundvallaratriði að sósíalisminn sé það stjórnarfar, sem veitir vinnandi fólki hið mesta frelsi og það eigi á virkan og skipulegan hátt aðild að stjórn alls þjóðlífsins. Við fögnum því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.