Réttur


Réttur - 01.11.1964, Síða 60

Réttur - 01.11.1964, Síða 60
RITSJÁ WORLD MARXIST REVIEW. 7. hejti 1943. Prag. I þessu 7. hefti tímaritsins eru eftirfarandi greinar: Fyrsta greinin er eftir aðalritstjór- ann, A. Rumjanzew og heitir: „Um höfuðandstœðurnar á yfirstandandi tímabili." Skiptist greinin í tvo höfuð- kafla: „Yfirstandandi tímabil og höfuðmótsetningar þess“ og „Barátta tveggja heimskerfa og þróunin í heiminum". Er þar m. a. hörð ádeila á skoðanir kínversku kommúnist- anna. Tim Buck, forseti Kommúnista- flokks Kanada ritar greinina: „Sjálf- virknin í framleiðslunni í Kanada og þjóðfélagslegar afleiðingar hennar." Er þar sýnt fram á hve illa sjálf- virknin leikur alþýðu í auðvaldsþjóð- félagi og að það sé aðeins í þjóð- féiagi sósíalismans, sem sjálfvirknin verður öllum til blessunar. Arnaldo Martinez Verdugo, aðal- ritari Kommúnistaflokks Mexiko ritar grein um baráttu alþýðunnar í Mexiko og hardagaaðferð Kommúnistaflokks- ins. Þá kemur grein eftir Frantisek Stránský um efnahagssamvinnu sósíal- istísku landanna. Ernest Burnelle, formaður Komm- únistaflokks Belgíu, ritar um „endur- bætur og hyltingu." Þá koma ýmsar greinar um flokka kommúnista og aðra verklýðsflokka. Þar ritar m. a. Grikkinn Dmitn Lakkas „gegn kenningu og fram- kvæmd klofningsins“ og rekur þar klofningu þá, sem orðið hefur í ýms- um kommúnistaflokkum. Og fleiri greinar er þar að finna um baráttuna í alþjóðahreyfingu kommúnista. Fritjoj Lager, einn af forustumönn- um sænska Kommúnistaflokksins, ritar greinina: „Baráttan um lýðræð- ið í verksmiðjum Svíþjóðar." Er þar að finna góða skilgreiningu á afstöðu einkaauðvalds í Svíþjóð. Þáttur ríkis- ins, bæjanna og samvinnuhreyfingar- innar í framleiðslunni er aðeins 10%, en einkarekstur, stór og smár 90%. Við rannsókn kemur í ljós að 50 stóriðjufyrirtæki höfðu 1960 47% aí iðnaðarverkamönnum landsins i þjón- ustu sinni og framleiddu helming alls framleiðsluverðmætis. Þrír stórbank- ar, stærstu tryggingafélögin, stærstu iðnaðar- og verzlunar-hlutafélögin og 15 fjármálajöfrar eru nátengdir og skapa kjarnann í fjármálaauðvaldi Svíjijóðar. Og innsti kjarni þessa valds er í liöndum fimm fjölskyldna: Wallenberg, Wehtje, Johnsson, Bonni- er og Broström. Nána skilgreiningu á þessu er að finna í bók C. H. Her- mannsson: „Monopol och storfinans“, Stokkhólmi 1962. Sænsku Kommún- istarnir berjast fyrir efnahagslegu lýðræði í verksmiðjunuin, þ. e. valdi og réttindum verkalýðsins viðvíkjandi rekstri atvinnufyrirtækjanna. Enn- fremur berst flokkurinn fyrir þjóð- nýtingu vátryggingarfélagunna, þjóð- nýtingu olíuinnflutningsins, ríkiseign á námiim og skógi, mótspyrnu gegn jarðbraskinu, aðstoð við íbúðabygg- ingar og fyrir því að hin miklu leigu-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.