Réttur


Réttur - 01.10.1930, Side 2

Réttur - 01.10.1930, Side 2
3Í4 STRAUMHVÖRF [Rjettuv irráðasvæðum breska auðvaldsins aukast erfiðleikar þess. Nýlenduuppreisnin magnast um allan heim og skerpist auk þess sakir kreppunnar í auðvaldsheimin- um. Verkalýðshreyfingin vex einnig óðfluga. Áhrif kommúnista eru orðin auðvaldinu svo hættuleg, að það grípur til þess úrræðis, að banna starfsemi þeirra með lögum. Á Spáni, ítalíu, Jugo-Slavíu, Bulgaríu, Rúmeníu, Ungverjalandi, Póllandi, Lithauen, Lettlandi, Eistlandi og Finnlandi eru kommúnistaflokkar bannaðir og kommúnistar ofsóttir og drepnir þúsundum saman. En áhrif þeirra margfaldast engu að síður. Verkföllin á Spáni, allsherjarverkfall og götubardagar í Sevilla, uppþotin í Milano, kröfuganga 200,000 verkamanna og götuvígi þeirra á Budapest-strætum 1. september, verkföll og óeirðir í Póllandi, pólitísk allsherjarverkföll í Frakklandi, vefnaðarverkfallið í Bretlandi og nú síð- ast hinn mikli sigur kommúnista við þýsku kosningarn- ar, þar sem þeir bæta við sig IV3 miljón kjósenda og verða stærsti flokkurinn í helstu iðnaðarborgunum, svo sem Berlin, — alt þetta sýnir hvernig kommúnisminn, byltingarhreyfing verkalýðsins, er að færast í aukana og magnast að sama skapi sem auðvaldinu hnignar. Það sem ennþá er Þrándur í Götu þess, að verkalýð- urinn gæti sem ein samfeld stjett ráðið niðurlögum heimsauðvaldsins, eru sosialdemokratar og alþjóðasam- band þeirra, II. Internationale. Þeir hafa víðast hvar í auðvaldshluta Evrópu meirihluta verkalýðsins með sjer, þó þeir smámsaman sjeu að tapa honum, þar sem þeir best sýna sig, svo sem í Þýskalandi. Sosialdemokratar standa gegn frelsisbaráttu ný- lenduþjóðanna og aðalflokkur þeirra, hið breska La- bour Party, rekur nú erindi breska auðvaldsins með því að reyna að kæfa í blóði frelsisbaráttu indversku alþýðunnar. Sosialdemokratar gera alt sem þeir geta til að draga úr stjettabaráttu verkalýðsins, þeir boða

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.