Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 5

Réttur - 01.10.1930, Page 5
Rjettur] STRAUMHVÖItF 317 ungum auðvaldsmarkaðsins og ofurefli erlendra hringa. Innflutningurinn er um 60 miljónir kr. árlega. Mik- ill hluti þessarar upphæðar er blóðskattur til erlendu okurhringanna, er selja innfluttu vörurnar gegnum einkaumboðsmenn sína og aðra smærri fulltrúa auð- valdsins. Bresku olíuhringarnir, Shell og Anglo-Persian, — þýski áburðarefnahringurinn, I. G. F., — bresk-amer- íski tóbakshringurinn, British American Tobacco Co., — spönsku áfengisverslanirnar, — þýsku og spönsku saltsamlögin, — danskir og aðrir sementshringar, — ensk og pólsk kolasamlög, — kanadiskir hveitihring- ar, — sykur- og kaffihringar, — bílahringarnir Ford og General Motors, — rafmagnshringarnir A. E. G. og Siemens & Schuckert, — skipahringarnir D. F. D. S. og Bergenske, — allir skattleggja þessir hringar og ótal fleiri íslenska alþýðu um fjárupphæð, sem nemur frá 25%—50% af innflutningi landsins árlega. Til inn- heimtunnar á okurskatti þessum, nota þeir mestmegnis innlenda leppa, einkaumboðsmenn eða jafnvel ríkis- auðvaldið sjálft (áburð, áfengi, útvarpstæki o. f 1.). útflutningur landsins er gersamlega í höndum ör- fárra innlendra og erlendra hringa, sem eru svo sam- tvinnaðir, að auðsjeð er að hinir innlendu hringar eru aðeins angar hinna útlendu. Fiskiútflutningurinn, % hlutar alls útflutningsins, er nær einvörðungu i höndum fjögra hringa, Kveldúlfs, sem hefur 25% af útflutningi Islands, H.F. Alliance, Copland & Co. og fiskisamlagsins frá 1928. Eru þessir hringar samtvinnaðir ensku, spönsku og ítölsku auð- magni. Frystfiskútflutningurinn er í höndum sænska- íslenska frystihússins, sem sænski hringurinn, Sveriges Forenede Konservfabrikker og Kveldúlfur standa bak við. Og geigvænlegt enskt-amerískt auðfjelag, með 20 miljón króna auðmagn, hefur þegar trygt sjer einok-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.