Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 9

Réttur - 01.10.1930, Page 9
RjeituL'] STRAUMHVÖRF 321 ríkt hafa hjá því, einkum þó um afstöðu ríkisvaldsins. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei verið Marxista-flokk- ur. Frá upphafi vega stefndi hann að endurbótum inn- an auðvaldsþjóðfélagsins og áleit fært að sigra auð- valdið með umbótum á þingræðisgrundvelli. Beindist mikill hiuti starfsemi hans að baráttu gegn einkaauð- valdinu og fyrir ríkisauðvaldi. Gerði flokkurinn sjer þá ekki grein fyrir eðli ríkisins og áleit ríkisrekstur, þótt í auðvaldsskipulagi væri, vera raunverulega þjóð- nýtingu. En ríkisvaldið verður aldrei annað en kúgun- arvald auðmannastjettarinnar, meðan eignarrjettur auðmannanna á framleiðslutækjunum helst. Það greip inp í atvinnureksturinn á þeim sviðum, þar sem yfir- ráð einstakra auðmanna yfir tækjunum voru allri auð- mannastjettinni of hættuleg, t. d. póst og síma, eða þar sem einstakir auðmenn ekki lengur gátu ráðið við skipulagsieysi framleiðslu sinnar og lá því við gjald- þroti (síldareinkasalan). En á hvorugu sviðinu greip ríkisvaldið inn í til að bæta kjör verkalýðsins. Þvert á móti sýnir það sig sem hinn argasti atvinnurekandi bæði um póst, síma og vegalagningar. Það sem aðallega spilti hugsunarhætti Alþýðuflokks- foringjanna frá upphafi í þessu efni, var landsverslun stríðsáranna og allur sá ríkisauðvaldsrekstur, sem auð- mannastjettin sjálf neyddist til að fylgja hjer sem ann- arstaðar. Sú landsverslun var af ýmsum jafnáðar- mönnum hjer misskilin sem þjóðnýting, líkt og hin þýska »Planw.irtschaft« ruglaði fjölmarga sósíalista í ríminu.* * Sbr. bækling' Héðins Valdimarssonar um landsverslun (1923) t. d. »Er eftir þessum heimildum hægt að dæma um, hver hinna þriggja aðalstefna í verslunarmálum hafi mesta yfir- burði að bera: þjóðnýtl* landsverslun, »frjáls samkepni« eða eðlileg afleiðing samkepninnar, verslunarhringar einstaklingac * (Leturbreyting vor).

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.