Réttur


Réttur - 01.10.1930, Side 11

Réttur - 01.10.1930, Side 11
Rjeítur] STRAUMHVöRF 323 ar á íslandi, — það eru 1000 ára hátíðahöldin með full- trúum helstu auðvaldsríkja Evrópu. Þar skáru foringj- ar Alþýðuflokksins sig enganveginn úr. Þvert á móti. Og' þeir ætluðu meira að segja að hjálpa til þess að fullkomna undirlægjuhátt íslands við stórveldin, með því að láta það ganga í Þjóðabandalagið, hernaðar- bandalag stórveldanna gegn ráðstjórnarríkjunum. En það mistókst þó í þetta sinn. Foringjalið Alþýðuflokksins er því orðið nátengt auðvaldsskipulaginu, á þann hátt að berjast fyrir einu þróunarstigi auðvaldsins, ríkisauðvaldinu og hringun- um gegn öðru lægra og úreltara stigi, einkaauðvaldinu. Sökum sosialdemokratisks skilnings á ríkishugtakinu og fjárhagslegra tengsla við ríkisauðvaldið og hring- ana, hafa þeir bundist hinu borgaralega þjóðfjelagi föstum böndum. Auðvaldsríkið hefur þar með klófest foringjalið flokksins, náð að smeygja skuldaklafanum á blað hans og síðan hefur sambandið við hina íhalds- sömu, dönsku sosialdemokrata fullkomnað það verk að eyðileggja foringjalið Alþýðuflokksins á sama hátt og sosialdemokrataflokkarnir erlendis hafa verið eyði- lagðir og eru nú orðnir hinn helsti þröskuldur á sigur- braut verklýðssamtakanna. Inngangur í II. Internationale er táknið um hvert stefndi, stuðningurinn við Framsóknarstjórnina og tollhækkunin 1928, hið hreina og ótvíræða stefnuskrár- brot, þátttakan í útvegsbankanum, fullkomin brott- reksturssök úr verklýðshreyfingunni. Fullkomlega sjest afleiðingin áf þessari pólitík á uppgjöfinni í stjettabaráttunni. Alþýðusambandsstjórn- in lætur gersamlega ónotað það afl, sem í verldýðssam- tökunum felst. Samúðarverkföll eru fordæmd, allsherj- arverkfall ekki einu sinni notað til að hóta með. Verk- iýðsstarfsemin alveg vanrækt. Brautargengið til kosn- inga var orðið flokksstjórninni eitt og alt. Og loks tóku þeir menn, sem áttu að vera foringjar í

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.