Réttur


Réttur - 01.10.1930, Síða 15

Réttur - 01.10.1930, Síða 15
Rjettur] STRAUMHVÖRF 327 kenningar hennar aðeins lagaðar eftir því, sem sam- svarað hefur hagsmunum og hugsunarhætti yfirstjett- anna á hverjum tíma. Samskonar tilraun gerir heimsauðvaldið nú við jafn- aðarstefnuna, og því hefur þegar tekist að gera sosial- demokrata allra landa að verkfærum sínum, til að við- halda auðvaldsskipulaginu. Hættan, sem yfir vofði, var því að það takist að eyðileggja sosialismann, voldug- ustu og víðtækustu undirstjettauppreisn veraldarinnar, á sama hátt og kristnina. Öflin, sem afstýra þessari hættu eru kommúnisminn, hið sterka Alþjóðasamband kommúnista, ráðstjórnar- ríkin, hin byltingarsinnaða verklýðshreyfing auðvalds- ríkjanria og uppreisn nýlenduþjóðanna. Og síðast en ekki síst getuleysi auðvaldsins, þrátt fyrir dygga að- stoð sosialdemokrata, til að bjóða vinnandi stjettunum viðunanleg lífskjör innan vjebanda skipulags síns. Atvinnukreppa auðvaldsins er skollin yfir ísland. At- vinnuskipulag .auðvaldsins í þessu landi, sem á að lifa af fiskútflutningi á stopulan auðvaldsmarkað einvörð- ungu að heita má, — það skipulag mun riða, er hol- skeflur kreppunnar skella á því. Vinnufriðnum mun verða slitið, þegar atvinnurekendur reyna að velta af- leiðingum kreppunnar yfir á verkalýðinn. Stjettabar- áttan mun komast í algleyming þegar auðvaldsrekstur- inn hættir að borga sig fyrir eigendurna, og verkalýð- urinn sættir sig ekki lengur við sífelt að bera byrðar auðvaldsins. Sosialdemokratar munu þá reyna að vei-nda auðvaldsþjóðfjelagið frá falli, boða verkalýðn- um betri tíma, þegar kreppan sje afstaðin, og setja von sína á endurbætur, sem þá muni koma, þegar auðvald- ið aftur megni að láta mola hrynja af borðum sínum til verkalýðsins. Þá vantar verkalýðinn það forustulið, þau flokks- samtök, sem geti leitt hann út í vægðarlausa baráttu við auðvaldið, sem vilji einmitt láta yfirstjettina falla

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.