Réttur


Réttur - 01.10.1930, Síða 20

Réttur - 01.10.1930, Síða 20
332 KARL MARX [Rjettur algerlega yfirhöndina árið 1841 (í bók hans »Das Wesen des Christentums«). Árið 1843 gaf hann út bókina: »Grundvöllur að heimspeki framtíðarinnar«. »Þessar bækur leystu af hendi lausnarstarf«, skrifaði Engels um rit Feuerbachs. »Við (þ. e. a. s. hinir rót- tæku Hegelsinnar, þar á meðal Marx) urðum óðar fylgjendur Feuerbachs«. Um þetta leyti stofnuðu nokkrir róttækir borgarar í Rínarlandi, er höfðu sams- konar skoðanir og hinir róttæku Hegelsinnar, einskon- ar uppreisnarblað í Köln. Hét það »Rheinische Zeitung« og byrjaði að koma út 1. jan. 1842. Marx og Bruno Bauer voru nú hvattir til að gerast helztu aðstoðarmenn blaðsins, og í október 1842 varð Marx aðalritstjóri og flutti frá Bonn til Köln. Hin byltingarkennda og lýðræðissinnaða viðleitni blaðsins varð enn auðsærri og berari undir ritstjórn Marx. Stjórnin setti nú tvöfalda og þrefalda ritskoðun á blað- ið og ákvað síðan að banna það frá 1. jan. 1843. Marx fór reyndar frá ritstjórn, áður en svona var komið, en það gat eigi bjargað blaðinu, og var það bannað í marz 1843. Starfsemi Marx við blaðið hafði sannfært hann um, að hann skorti mjög þekkingu í félagsfræði og hagfræði. Tók hann nú af miklum áhuga og atorku að leggja stund á þessar greinar. 1843 kvæntist Marx í Kreiznach Jenny von West- phalen. Var það æskuvina hans, og höfðu þau verið heitbundin frá því að hann var stúdent. Hún var kom- in af prússneskri, afturhaldssamri aðalsfjölskyldu. Bróðir hennar var innanríkisráðherra í Prússlandi á einu helzta afturhaldstímabilinu, frá 1850—1858. Haustið 1843 fór Marx til Parísar. Ætlaði hann þar erlendis að gefa út róttækt tímarit ásamt Arnold Ruge. Það kom aðeins út eitt hefti af þessu tímariti, »Deutsch- Französische Jahrbíicher«. Það varð að hætta vegna þess, hve erfitt var að dreifa því leynilega um Þýzkaland, og auk þess bar Marx og Ruge ýmislegt á

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.