Réttur


Réttur - 01.10.1930, Síða 27

Réttur - 01.10.1930, Síða 27
Rjettur] SKIPULAGSMAL VERKALÝÐSINS 339 auka. Einmitt þegar verkalýðurinn var sem óðast að losna undan áhrifum borgarablaðanna, eignaðist stjett- arandstæðingurinn nýtt tæki, sem dugði, til að rugla og svæfa stjettarvitund fjöldans. Og þetta nýja tæki var sjálft »flokksblað alþýðunnar«. í kjölfar hinnar öru þróunar auðvaldsins í landinu, fór auðvitað vaxandi stjettarvitund verkalýðsins. Inn- an verkalýðssamtakanna myndaðist kjarni, sem tók að gera sjer ljóst livert þróun auðvaldsins stefndi og hverjar leiðir bæri að fara, til að hrinda af sjer oki auðvaldsins. Hinsvegar hefir með því skipulagi, sem nú er, verið greiður gangur inn í alþýðusamtökin fyrir menn úr öðrum stjettum, með hugsunarhætti, sem þeg- ar á alt er litið, er andvígur stjettarhagsmunum verka- lýðsins. Innan Alþýðusambandsins hafa þannig mynd- ast tvær andstæðar meginskoðanir, sem grundvallast á andstæðum hagsmunum tveggja fjandsamlegra stjetta. Og það er einmitt sú skoðunin, sem á rætur sínar í hagsmunum borgarastjettarinnar, sem hefir orðið of- an á í Alþýðuflokknum, eins og ekki er óeðlilegt, með- an allur fjöldinn er undir andlegum áhrifum borgar- anna. Innan Alþýðuflokksins ríkja hinar sundurleitustu skoðanir. Hann er því í raun og veru enginn flokkur, sem gæti verið verulega til forustu, þó að honum væri stjórnað af hinum bestu kröftum verkalýðsins og i samræmi við hagsmuni hans. En nú eru flokkstækin notuð til að halda vörð um hugsunarhátt þann, sem borgarastjettin hefir troðið upp á fjöldann. Sem bar- áttusamband verkalýðsins í hinni daglegu baráttu við atvinnurekendur, um kaupgjald o. s. frv., er Alþýðu- sambandið gjörsamlega ónýtt, enda er það ekki skipu- lagt með það verkefni fyrir augum og hefir, sem von- legt er, ekki tekist að safna nema nokkrum hluta verk- lýðsfjelaganna innan vjebanda sinna. íslenskur verkalýður á því ekkert faglegt verkalýðs-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.