Réttur


Réttur - 01.10.1930, Side 28

Réttur - 01.10.1930, Side 28
340 SKIPULAGSMÁL VERKALÝÐSINS [Rjettur samband og engan pólitískan flokk, sem gætir hags- muna hans. í þessari ritgerð skal stuttlega tekið til meðferðar hvernig ber að skipuleggja flokk verkalýðs- ins, svo trygð sje sú forusta, er til sigurs leiðir. Hlutverk Kommúnistaflokks. Hvað er kommúnistaflokkur ? Þessari spurningu svarar Alþjóðasamband kommúnista í hinum frægu ályktunum frá II. heimsþinginu 1920, þannig: »Kommúnistaflokkurinn er þroskaðasti, stjettvísasti og því byltingarsinnaðasti hluti verkalýðsstjettarinnar. Kommúnistaflokkurinn er úrval bestu, stjettvísustu, fórnfúsustu og víðsýnustu verkamannanna. Kommún- istaflokkurinn hefir engra annara hagsmuna að gæta, en þeirra, sem eru hagsmunir alls verkalýðsins. Komm- únistaflokkurinn er að því leyti frábrugðinn hinum vinnandi fjölda, sem heild, að hann hefir útsýni yfir hina sögulegu leið verkalýðsins, og á öllum bugðum þessarar leiðar-ígætir hann heildarhagsmuna verka- lýðsstjettarinnar, en ekki sjerhagsmuna hinna ýmsu hluta hennar. Kommúnistaflokkurinn er hinn skipu- lagslegi og pólitíski stjórnvölur, þar sem hinn þrosk- aðasti hluti verkalýðsins situr við stýrið og beinij1 stefnu öreigafjöldans og allrar alþýðu í rjetta átt.« Ef hinn þi'oskaðasti hluti verkalýðsins, sá hluti hans, sem hefir öðlast útsýn yfi'r leiðir stjettabarátt- unnar, myndar ekki með sjer vel skipulagðan l'lokk, sem tekur að sjer forustuna í stjettastríðinu, er alveg óhugsandi að verkalýðnum verði sigurs auðið. Og vönt- un slíks flokks er einmitt vottur þess, að skilningur- inn á nauðsynlegustu grundvallarskilyrðum byltingar- innar, hefir ekki enn þá fest rætur meðal verkalýðsins. Vöntun kommúnistaflokks var aðalorsökin fyrir ósigri verkalýðsins í París 1871. Hefði rússneski verkalýður- inn ekki átt slíkan forustuflokk, sem flokk bolsévfk-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.