Réttur


Réttur - 01.10.1930, Síða 32

Réttur - 01.10.1930, Síða 32
.‘144 SKIPULAGSMÁL VERKALÝÐSINS [Rjettur Skipulag Kommúnistaflokks. Kommúnistaflokkarnir eru verkalýðsflokkar. Þeir eru forustusveitir verkalýðsins. Þess vegna þurfa sam- bönd þeirra við hinn vinnandi fjölda að vera sem best, rætur þeirra meðal stjettarinnar sem dýpstar og víð- tækastar. Alstaðar þar, sem verkamenn eru saman- komnir, þurfa kommúnistaflokkarnir að lifa og starfa. Hver verksmiðja og hver vinnustaður á sjó og landi þarf að verða vígi vort. Til þess eru kommúnistaflokk- ar, að stjórna hinni daglegu baráttu verkalýðsins. Og hin daglega barátta fer fyrst og fremst fram á vinnu- stöðvunum. Á vinnustöðvunum verða allar hinar leyndu hræringar fjöldans að skýru máli stjettarinnar. Þess- vegna er vettvangur vor þar og hvergi annarstaðar. Þessvegna er það eitthvert hið fyrsta og sjálfsagð- asta verkefni hvers kommúnistaflokks, að segja alger- lega skilið við gamla sósíaldemókratíska flokksskipu- lagið, með hinum losaralegu fjelögum manna, sem starfa hingað og þangað, án nokkurs skipulagsbundins starfs meðal verkalýðsins þar, sem hann lifir og hrær- ist daglega — á vinnustöðvunum. Kjörorð vort í skipu- lagsmálunum vejfður að vera: »Alt starf út á vinnu- stöðvarnar«. Á vinnustöðvunum eiga flokksdeildir vor- ar að starfa og hvergi annarstaðar. Á undanförnum árum hefir varla nokkurt innra flokksmál skipað slíkt öndvegi meðal kommúnista og skipulagsmálin. Um þau hafa verið haldnar alþjóðleg- ar ráðstefnur, sem hafa rannsakað viðfangsefnin til hlítar og samþykt þaulhugsaðar ályktanir, bygðar á æfagamalli reynslu, sem oft hefir verið dýru verði keypt. Á II. alþjóðlegu skipulagsmálaráðstefnunni, sem haldin var í Moskva í Febrúar 1926, voru sam- þyktar þær ályktanir, sem síðan hafa verið leiðarvísii- kommúnistaflokkanna í skipulagsmálum. Meginregla kommúnistaflokkanna er lýðræði, er

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.