Réttur


Réttur - 01.10.1930, Side 37

Réttur - 01.10.1930, Side 37
Rjettur] SKIPULAGSMÁL VERKALÝÐSINS 349 og skemtileg aflestrar, skrifuð í einföldum verka- mannastíl. Blöð þessi fjalla fyrst og fremst um dag- legt líf á vinnustaðnum, óskir og kröfur verkamann- anna. Blöð þessi má vjelrita, fjölrita eða jafnvel prenta, eftir því sem kostur er á. b) útvega fjelögun- um kommúnistiskar bækur og koma upp sameiginlegu bókasafni, ef auðið er. c) Koma upp lesflokkum og málfundakvöldum, sem oft geta verið sameiginleg með mörgum sellum. 6. Starfið meðal verkakvenna. Mikla áherslu verður að leggja á baráttuna fyrir hinum sjerstöku kröfum verkakvenna og að vinna verkakonur til fylgis, á þeim vinnustöðvum, sem konur vinna á. Sellurnar verða einnig að skipuleggja barátt- una fyrir hagsmunum húsmæðranna á verkamanna- heimilunum og starfið meðal þeirra. í þessu starfi verða eigi aðeins konurnar, heldur líka karlmennirnir í flokknum að taka þátt. Nauðsynlegt er, að sellurnar útvegi verkamanna- og verkakvennafrjettaritara fyrir flokksblöðin á hverjum vinnustað og velji auk þess fjelaga til að skrifa í þau. Nauðsynlegt er að allir fundir sellanna sjeu vel undir- búnir og umræður ekki dregnar á langinn. Málin þarf að ræða stutt og gagnort, gera nauðsynlegar samþykt- ir og skifta skipulega með sjer verkum. Leggja þarf áherslu á, að hver einasti íjelagi beri ábyrgð á fram- kvæmd ákveðinna starfa. I hverjum bæ halda sellurnar reglulega sameigin- lega fundi, t. d. einu sinni í mánuði eða oftar. Á þess- um sameiginlegu fundum, er kosin stjórn fyrir flokks- deild kommúnista á staðnum. Slík kosning fer fram t. d. tvisvar á ári. Sellurnar eru ábyrgar gagnvart þess- ari stjórn og gefa henni reglulegar skýrslur. En verk- efni hennar er að hafa umsjón með og stjórna flokks- starfinu í umdæmi sínu. Hún er ábyrg gagnvart mið- stjórninni og gefur henni reglulegar skýrslur.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.