Réttur


Réttur - 01.10.1930, Síða 43

Réttur - 01.10.1930, Síða 43
I Rjettur] HREYFING ÍSL. ÖREIGAÆSKU 355 baráttu og allt svo lágt og jarðneskt. Og loks er öllum þessum sannindum helt yfir komandi kynslóðir. En eins og gefur að skilja, eftir öllum réttlætishugtökum, eru ílátin misjafnlega fín og vel útbúin og innihaldið ef til vill líka misgott, því að gott getur það nú verið fyrir það. Þessvegna verða skólar efristéttanna að vera svolítið »fínni« en fræðslustofnanir fjöldans. Við skulum nú athuga, hvað það er, sem honum er kennt. Við skulum horfa ofurlítið á hin helgu, óháðu sannindi. Hohum er kennd kristinfræði. Að vísu hafði móðir hans kennt honum fyrstu drögin, og að vísu var henni kennt af miskunnsömum prestum og háborgur- um og auk þess hafði hin himneska örbirgð, getuleysi og kúgun konunnar gert hana enn sannkristnari, en samt þykir þetta eigi duga. Honúm er kennt þetta mjög rækilega í skólanum. Hann veit nú, að fátæktin er eigi böl heldur blessun, því að hún er lykill að sælu himna- ríkis. »Sjá, því að skrifað stendur. Betur kemst úlfald- inn gegnum nálaraugað, en ríkur maður i himnaríki«. En hann veit líka, að þetta ber náttúrlega að skilja þannig, að að vísu mega menn vera ríkir, en aðeins eigi festa hugann við jarðneskan auð, heldur aðeins himneskan. Hann veit líka, að það er sælla að gefa en þiggja. Hann veit, að það er dýrlegt að gefa fátækum, og hann lítur með lotningu til Rockefeller og annarra auðjötna, sem orðið hafa miljónerar af drottins náð og með því að leyfa verkamönnunum að vinna hjá sér, en þó eigi sízt vegna sinnar eigin ráðvendni og kristi- legs hugarfars. Og hann finnur hvað það er dýrlegt, er þessir menn gefa hinum soltna verkalýð þúsundir króna. Hann lærir líka »að sælir eru einfaldir og and- lega volaðir, því að þeirra er guðsríki«. Hann veit, að alt fer að vilja drottins, jafnvel ekkert hár á höfði manns fellur án hans vitundar. Guð gerir fátækan og ríkan. Eilífa lífið er undir því komið að beygja signógu ljúflega undir guðs vilja. Honum er kennt að trúa á

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.