Réttur


Réttur - 01.10.1930, Page 50

Réttur - 01.10.1930, Page 50
362 HREYFING ÍSL, ÖREIGAÆSKTÍ tRjettui' Hver reynir að gera sig sérhæfan í sinni mennt. ó- brigðul afleiðing þessa er einstaklingshyggjan, sem þó er blandin hinum forna myndugleika 1. tímabilsins. Þetta stig er ráðbil borgarastéttarinnar. Síðasta stigið er auðkennt með því, að stjórn og athöfn fallast í faðma. Samvinna og samstjórn heildar vinnandi lýðs koma í stað fornu eiginleikanna. Ræturnar að þessari breytingu liggja í sameiginlegri vinnu heildarinnar í verksmiðjunum og þeirri sérhæfingu og samstillingu, sem öll heildin þarf til að stjórna vélunum. Stig þetta er í þróun og nær fyrst fullkomnun sinni í kommún- ismanum. Mörkin milli allra þessara stiga eru eigi skýr. Hvert fæðir annað af sér. Breytingin þróast innan hvers stigs, vegna þeirra mótsetninga, er stéttarbarátt- an felur í sér. Á vissu stigi brýzt hið nýja, til valda. Unginn brýtur skurn eggsins og kemur út. Það er byltingin, þessi hræðilega grýla borgaranna. Byltingin er aðeins eitt stig í þróun. Hún er eðlileg afleiðing þró- unar í lífs- og atvinnuháttum. — Hún er stökk, sem er undirbúið af lögmálum hagsmuna og stéttarmótsetn- ingar, og því betur sem öreigastéttin er undir hana búin, því minna átak og blóðtöku kostar hún. Bylting er fyrir hendi. öreigaæska, vinn þú djarft og örugt. F. U. J. hefja baráttu sína gegn uppeldi og fræðslu borgaranna. Baráttuformin verða mismunandi. En ó- hjákvæmilega hljóta þau að skapa andstöðu og upp- reist í fræðslu- og uppeldisstofnunum borgaranna, alls staðar þar, sem öreiga-æska er saman söfnuð. í þessu skyni skipuleggur F. U. J. barnahreyfinguna. Innan skólans og annarra félaga, þar sem ungir öreigar eru saman komnir, skipuleggur það starfshópa öreiga, sem eru þjálfaðir í anda stéttabaráttunnar. Þessir starfs- hópar verða einskonar forlið öreiganna í skólunum, sem berst fyrir rétti þeirra og gegn kenningum borg- aranna á ölium sviðum uppfræðslunnar. Þessir starfs- hópar berjast gégn myndugleika aðstöðu kennarans og

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.